Það er alltaf best að finna út hvernig her þú vilt hafa. Shooting, hand to hand, fast attack eða bara blanda af einhverju. Væri gott líka að vita hvort þú notar Craftworld Eldar codexið eða ekki. Aðal close combat sveitirnar þínar eru náttúrulega howling banshees og striking scorpions. Oft er gott að hafa eina af hvoru. Planta þeim í falcon eða wave serpent eða jafnvel hafa eina til að fljóta með guardian sveitunum. Guardian sveitir með platform gefa ágætis firepower hvort sem þú ætlar að sækja fram eða bíða eftir að óvinurinn komi til þín. Dark reapers eru langdrægasta sveitin í eldar hernum og mér finnst alltaf gott að hafa þá. Wraithlord er osturinn í Eldar hernum og alltaf er gott að hafa einn svoleiðis bæði fyrir shooting og HtH support. En ef þú ert á móti osti þá skaltu bara ekkert taka hann. Ég þigg þetta 8 í toughness með þökkum. Avatarinn er oft vanmetinn og mér finnst hann vera góð viðbót í hvaða her sem er. En hann á víst að vera sjaldgjæf sjón í eldar herjum samkvæmt sögunni. Einn 80 punkta Avatar tók út heila 200 punkta chaos berzerker sveit án þess að fá á sig skrámu sem að hlýtur að teljast gott :) Það er ágætt að hafa fá sér svo battery. Fer eftir því hvað þig vantar svo sem í herinn hvað þú velur. Ég spila oft bara með eitt D.cannon battery (ein byssa) því ég á bara eina D.cannon. Það kostar 50 punkta og er þessi eina byssa oft að gera meira en 3 shadow weaver batteryin mín sem að kosta 135 punkta. Um að gera að fá sér 2 D.cannon í viðbót og byrja að fleygja líkamshlutum í warpið. Ég held ég hafi sjaldan notað special characterana hjá Eldar þannig að ég hef lítið um þá að segja annað en að mér finnst þeir óþarfir… fæ mér frekar Avatar fyrir 80 punkta.
Svo er alltaf fínt að hafa farseer með fortune, witch blade og shuriken pistol. Getur fengið þér stóra guardian defender sveit með platform og warlock með conceal. Notar svo fortune á sveitina og þá færðu 5+ cover save með re-roll. Notar þetta svo til að screena sveitir sem þola minna… eins og dark reapers og batteries. Fire dragons er líka ágætt að hafa en ég kann voðalega lítið að nota þá, planta þeim oftast sjálfur bara í falcon flýg upp að næsta tank og srengi hann og svo oftast eftir það deyr sveitin. Warp spiders og swooping hawks eru eitthvað sem er ágætisviðbót en þá er bara spurning um að kunna að nota þá. Swooping hawks með swooping hawk exarch með sustained assault og web of skulls hefur banað mörgum sveitum og er eitthvað sem að margir herir hræðast og hata innilega mikið. Fínt að nota deep strike og assaulta svo heavy weapons sveitir og slíkt. Já … ég hef víst ekkert betra að gera.
That's just my two cents. Hef spilað Eldar lengi og er búinn að prófa örugglega allar blöndur af herjum. En já ég er hættur að blaðra. Gangi þér vel með Eldarana og endilega komdu með fleiri spurningar ef það er eitthvað sem þú vilt vita.
Þegar ég byrja þá get ég ekki hætt.