Lengi vel hef ég velt fyrir notagildi sveita og fjölhæfni þeirra. Það leikur enginn vafi á því að þær sveitir sem hægt er að nota á hvað fjölbreyttastan hátt hafa jú mesta notagildið. Tactical sveitir Space Marines eru án nokkurs vafa lang fjölbreyttustu sveitir WH40K.
Ég verð að viðurkenna það að lengi vel eftir að 3rd edition kom út þá var ég ekki ýkja hrifinn af þessum sveitum. Mér fannst þær dýrar og of sjaldan tókst þeim að slaga upp í þann punktakostað sem þeim fylgdi. Einnig gátu þær orðið gagnlitlar á móti herjum sem voru með marga kalla en fá stór skotmörk (5 SM+ 4 lascannons= 215 pt). Einnig er tiltölulega auðvelt að fækka í sveitinni og þar með þungavopnunum.
En skoðun mín á þessu breyttist. Ég fór að nota stærri devastators sveitir og færri heavy weapons. Með því móti verður erfiðara fyrir andstæðinginn að losna við þungavopnin, auk þess að ef það eru færri vopn, þá virðist sveitin ekki jafn hættuleg. En það er öðru nær, því SM eru með gott BS og tiltölulega sterkar byssur, þannig að oftast duga tvö HW choice, hafa allavega dugað mér.
Persónulega tel ég að Misslie launcher sé langskynsamlegasta valið á þungavopni fyrir slíkar sveitir. Það er fjölhæft, bæði S 8 og S 4, auk þess sem Launcherinn myndar líka blast marker í S4, sem er gott á móti mannmörgum herum (Tyranids…SWEEEEEET!). Persónulega hef ég ekki prufað að taka bara Heavy bolter, þannig að ég veit ekki hvernig það er; Lascannons eru of einhæfar, þe. í að skjóta niður stórskotmörk, Plasma cannons….æ, ég veit ekki 2-4 fjórar saman, ekki nógu sterkar til að skjóta niður skriðdreka (bara S 7).
Ég kaupi yfirleitt 8-10 kalla og tvo Missile Launchers ( 8 SM+2 ML=190pt). Síðan til að tryggja að smá HtH-skills, finnst mér ágætt að kaupa Veteran Sergeant, jafnvel með power-weapon ( 190 +15= 205 pt). Þetta þyðir reyndar að ég er bara með tvö HW í sveitinni, en mun fleiri menn til að verja þessa tvo. Og sannast sagna, þá hef ég enn ekki spilað leik þar sem þessi sveit hefur ekki staðið undir sér. Annað hvort í að vinna upp punktakostnaðinn með ‘drápum’ eða td. haldið borðhelming.