Ætla rétt að vona að þetta hljómi ekki eins og auglýsing en samt… Ætla að fjalla aðeins um bjargvætt minn, Army Builder.
Það var sá tími hérna þegar 5th edition var enn að maður gat bara krotað herinn sinn á blað eða prentað hann út án nokkurra erfiðleika, núna aftur á móti þegar 6ht edition kom út fannst mér þetta orðið allt of mikið vesen og ákvað að frjárfesta í Army Builder sem ég hafði orðið var við á mótum.
Það má kalla mig latann að nenna ekki að krota þetta á blað en það er ekki það eina. Nú get ég búið til 3-4 heri á 10min fyrir mót til að velja úr, svo ekki sé minnst á það að ég get skoðað alla herina og séð hvað andstæðingar mínir hafa að velja úr.
Þegar þú prentar út herinn þinn færðu “stattana” sem er náttúrulega sjálfsagður hlutur en ekki bara það heldur færðu líka fulla útskýringu á öllum magic itemum sem þú ert með og öll special rule fyrir unitin þín.
Það mikilvægasta við þetta allt saman er kannski að þú getur ekki svindlað, þú sérð alltaf ef þú gerir eitthvað sem þú mátt ekki gera og er gluggi sem bendir þér á hvað þú þarft að breyta.
Fyrir c.a. 4000kr er ég sáttur við þetta… ég mæli með þessu fyrir alla þá sem nenna ekki að eyða klukkutíma í að púsla saman herinn sinn… nú þarf ég aldrei að opna armybækur mínar nema þegar ég er að spila eða þegar ég er að leita að einvherju sérstöku.
Azmodan.