Sælir, ég og vinur minn erum að fara að byrja í Warhammer Fantasy, eftir að hafa spilað Warhammer Fantasy Roleplay í fjölda ár (Erum að klára bók 4 af 5 í The Enemy Within Campaign). Við völdum okkur sitt hvorn herinn, hann er með Vampire Counts og ég er með Orcs ´n Goblins, svo á bróðir minn einhvern staðar Chaos Warrior her.

Hvað er svona ásættanlegur byrjunarher fyrir Orcs and Goblins? Ég er með:
1 Regiment Night Goblins (Spear/shield eða er spear 2hand?)
1 Regiment Goblins (Bow/missile)
1 Regiment Orcs(Choppa/shield)
Orc Shaman
5 Orc Boar-boyz (incl. 3 sem eru command group..musician etc.)

Er þetta ekki sæmilegt til að byrja með? Hvað á maður svo að fá sér næst til að bæta inn? (Fæ mér að sjálfsögðu Fanatics heh)

Við höfum ekki spilað ennþá en það fer líklega að styttast í það, erum að stútera reglubækurnar, hlakkar bara nokkuð mikið til.

M. fyrifram þökk,
Magni