Það sem þú þarft öðru fremur (að mínu mati að sjálfsögðu) þegar þú spilar orka og gobba er fullt, fullt af grænum líkömum. Ef þú fyllir svona 75%+ af deployment svæðinu þá er erfitt að flanka þig :)
Málið með O&G er líka það að þú ert með verulega ódýra kalla (oftast) og þess vegna engin ástæða til annars en að vera með stórar sveitir. Ég nota 25 orka sveitir (3, þar af ein big'uns) og 30 gobba sveitir. Þess vegna mæli ég frekar með því að þú bætir við þær sveitir sem fyrir eru í bili.
Hvað varðar vopnabúnað á sveitunum mæli ég eindregið gegn öllu sem heiti bogar. Strákarnir eru ekkert allt of færir með svona rugl, og þegar þeir hitta á annað borð er ekkert sérlega líklegt að þeir drepi nokkuð yfirleitt.
Fyrir gobba mæli ég með hand weapons og shield. Hugsanlega light armour fyrir venjulega gobba, ef þú tímir punktunum. Gallinn er sá að þeir koma með spjót og boga úr kassanum, og þarf því að converta þeim til að þeir hafi hand weapons. Og trúðu mér, eftir 60 gobba er það ekkert mál :)
Eina sveitin sem ég myndi hugdsanlega kaupa boga á eru night goblins (ef ég notaði þá). Bara ein ástæða: Til að drepa helv… fanatikana þegar þeir eru komnir of nálægt big'ununum þínum eða boar boyz…
Orcana mína nota ég með choppa og shield (6 pt stykkið er mjög ódýrt), nema big'uns sveitina mína, sem hafa spjót.
Er ekki farinn að nota boar boyz enn, en mun nota 10-12 manna sveit þegar ég verð búinn að mála þá. Skella inn einum orc big boss og þá ertu kominn með góða sveit.
Ein góð viðbót við alla O&G herji eru wolfriders og chariots. Það eru líka bara mjög svöl módel, og gaman að mála úlfana…
Ég er ekki sammála þeim sem sagði að það sem þú ættir að byggja herinn þinn á séu night goblins (oft kallaðir MFRS, Mobile Fanatic Release System), black orcs og risar. Þar sem þú ert role-player eins og ég mæli ég með að þú finnir þér eitthvað kúl þema og farir eftir því.
Ég til dæmis ákvað að hafa eingöngu venjulega orca og gobba í mínum her. Ekkert savage, black, night, og enga risa. Og verð að segja að fyrir utan einstaka verulega vont animosity klúður gengur bara nokkuð vel…
Svo er bara að koma sér upp aðal kallinum, orc/black orc warboss on foot :) um að gera að hafa hann með infantryinu svo þú getir notað leadershipið hans hjá aðal sveitunum.
Gangi þér vel
Brjánn Jónasson