Þessi grein á kannski alveg jafn vel við í 40k og fantasy…
Ég hef oft tekið eftir því að jafnt forvitnir stubbar og þeir sem hafa spilað í nokkurn tíma tala um “hver er besti herinn?”. Þeir sem eru spurðir þessarar spurningar vita yfirleitt ekki alveg hverju þeir eiga að svara, því þegar öllu er á botninn hvolft, er enginn einn her bestur. Ef svo væri, myndu þá ekki allir vilja spila þann her? Og væri þá eitthvað gaman af því að spila hann, fyrst hann væri hvort eð er bestur?
Þetta spil, Warhammer, andstætt við það sem margir virðast halda, gengur EKKI út á það að vinna bardaga á móti andstæðingnum. Þetta gengur út á það að hafa gaman að skemmtilegu áhugamáli, hvort sem maður málar kallana sína eftir ýtrustu natni eða spilar bardaga eftir bardaga með ómáluðum módelum.
Sjálfum finnst mér jafn gaman að mála og spila, þannig að ég hef þann siðinn að ég spila ekki með ómáluð módel. Þannig hef ég auka markmið með máluninni, það að geta farið að spila með köllunum sem ég er að mála.
Þetta er annars áhugamál sem fólk á að skemmta sér yfir, ekki bara keppast um það hver sé með besta herinn, eða hvaða character í hvaða her geti buffað þennan character. “Komið ykkur uppúr barnaskapnum.” Gæti maður sagt, ef maður væri ekki rúmlega tvítugur að leika sér með “tindáta”, en þetta er aðeins of mikið, samt. Spilum með það í huga að báðir aðilar, sitthvoru megin við borðið skemmti sér jafn vel, hvopr sem það er sem vinnur leikinn.