Ég hef um árabil safnað Dark Angels her og haft yndi af. Enda chapterinn með öllu svalur og skemmtilegur. Þegar ég byrjaði að spila þá var 3rd edition ekki komið út og notaðist maður við Angels of Death handbókina við að búa til heri(Sweeeeeeet old days). Chapterinn eins og hann birtist í þeirri bók var nokkuð jafn og skemmtilegur, og bauð upp á margar mismunandi samsetningar, ólíkt mörgum öðrum chapterum.
En eitt var nokkuð ljóst, firepower og fast attack var svona þeirra allra sterkasti kostur. Ravenwing var nokkurn veginn ódrepandi ef þeir komust á góðan hraða (-3 upp á að hitta, average BS 3 varð að 0, þannig að kasta varð 7 á 6-hliða teningi, sem í þá daga var hægt, fyrst 6 og síðan 4+) og höfðu þann yndislega eiginlega að geta gert hit'n run attack. Firepowerið hjá Dark Angels var reyndar ekki ósvipað því sem það er í dag, nema hvað þá ar auðveldara að fá targeters(+1 í BS) og svoleiðis.
Ég beið þess vegna spenntur eftir nýrri útgáfu af spilinu, enda forfallinn spilasjúklingur. En því miður þá virðist mér þeir hafa eyðilagt chapterinn. Núna mega allir DA(nema Ravenwing) ekki hreyfa sig nema þeir fá 2+ fyrst á sex-hliða tening, sem gerir það að verkum að Rhinos, Razorback and Land Raiders geta lent í því að sitja fastir og mega ekki hreyfa sig á verstu tímum. Afhverju? jú, þeir eru svo þrjóskir…heimskir væri meira nær lagi. Deathwing, allra svölustu terminator-sveitirnar, eru svo dýrar að það er þvílíkt morð að kaupa þær í 1500 pt heri, 5 kallar með 2 HW á 350pt, 5 kallar!!! Ravenwing er einnig svo viðbjóðslega dýrt og gagnslaust nú orðið að enn hef ég ekki treyst mér til að kaupa það inn í slíkan her.
Hvað býður þá Codex DA uppá? Jú, endalausan skotgrafarhernað. Stórar sveitir með HW, þrjá tanka með HW, og í mesta lagi tvær persónur með CC abilities. Hvers vegna að spila svo einhæfan her? Hvað er gaman við það?
Nei, ég held að ég haldi bara áfram að nota SM Codexinn fyrir mína heri. Fyrr eða síðar hljóta GW að vakna og gefa út endurgerðan Codex fyrir svalasta chapter í heimi…..:)