Langar bara til að benda byrjendum á málningartrikk (og kanski fá nokkur í staðin).

Það eru nokkrir hlutir sem allir byrjendur verða að vita.
1. Þó málningin heiti ‘Dwarf flesh’ Þá er hún ekki bara fyrir dverga.
2. Það á alltaf að ‘basea’ miniatureið. að basea er að láta lag af einhverjum ákveðnum lit (venjulega svartan eða hvítan) yfir alla fígúruna til að fá svona dökkt eða bjart þema á hann.
3. Það er gott að skola málninguna af penslinum en best er að hafa tvö glös af vatni til þess. Eitt glas fyrir metal litina (bronze, mithril, silver, chainmail ofl.) og svo eitt auka fyrir alla hina litina. Best er að nota sitthvora penslana í sitthvort glasið og vera ekkert að rugla þeim saman. Ástæðan fyrir þessu er að það er bætt smá málm ‘þráðum’ í málninguna til að fá metallic yfirbragðið.
4. Vera með pappír á borðinu (gott að hafa dagblað) til að eyðileggja það ekki. Sum málning er bara föst á borðinu.
5. Vera með tissue eða eitthvað mjúkt til að þurka penslana. Ekki dugar að vera með sandpappír.

ok? allir að skilja?
ok.

Undirbúningur:
Alltaf skal taka þá hluti sem þú ætlar að nota af plastspjöldunum og nota þjöl til að losna við það sem er eftir. Sum módel passa bara ekki saman ef þetta er ekki gert. Taka sér góðann tíma í þetta.. Ekki borgaðirðu 3 til 10.000 kall fyrir þetta bara til að klúðra því! Næst skaltu líma búkinn saman. Torso and legs. ekki festa hendur né haus eða aðra fylgihluti á strax. Mála klofið með base litnum og festa svo fæturna á baseinn (svarta spjaldið sem fylgir). Það er ekki ráðlagt að festa meira á því það er ekki hægt að mála alla hluti sumra módela ef þau eru öll föst saman. Eins og bakið á köllum með skikkjur. Það sést kanski ekki að það sé ómálað nema frá ákveðnu sjónarhorni en enginn vill að það sjáist svo best er bara að mála allann kallinn.

Málun:
Best er bara að læra gegn trial and error. Því þannig lærir maður hvað mikla málningu skal nota í senn og hvernig. En ég ætla samt að segja frá tveimur basic trikkum sem eru notið til að fá detailin á köllunum út án þess að taka heila viku í það.

Ég mun útskýra þetta með því að nota hringabrynju sem viðmiðun. Hún er með hlekki og dótarí sem gaman er að fá almennilega fram.

Ink washing -:
Þetta tekst með því að mála hringabrynjuna alla málmlitaða(chainmail litinn t.d), þynna málninguna út með vatni (svarta í þessu tilviki, bara smá, þarf alls ekki mikið) dýfa penslinum í málninguna og mála yfir hringabrynjuna. svarta málningin fer sjálf undir og ofan í á mili hlekkjana á brynjuni og býr þannig til skugga. Taka svo bómul, tissue eða eitthvað (verður að vera ultra mjúkt) og strjúka létt yfir. Þá situr svarta málningin eftir á milli hlekkjana en málmliturinn er ennþá á toppnum.

Dry brushing:
Mála brynjuna svarta. Sama hvort base liturinn sé svartur eður ei. Svo tekur maður óþynnta málmmálningu (chainmail í þessu tilviki) og setur bara smá á pensilinn. Strjúka svo á blað eða tissue þar til þú sérð litinn næstum ekki neitt. Þá tekurðu kallinn og burstar smá flatt yfir armorinn (passa að ekkert fari ofan í á milli hlekkjana) hægt og rólega ættir þú að sjá málninguna setjast að ofan á hlekkjnum. Þar með fást skuggar á milli hlekkjana.

Mun kanski senda inn meira efni ef fólk vill. En þetta verður að nægja í bili.
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)