Dark Angels Jæja ég nú ætla ég að skrifa um einn af mínum uppáhalds Chapterum í hinum stóra Space Marines her. Ég ætla taka það fram að ég veit næstum ekkert um Warhammer sjálft, það er að segja reglur og svoleiðis enn ég hef og er enn að lesa mikið af Warhammer bókum sem eru alveg endalaust skemmtilegar. Allavega ég sný mér að mergi málsins.

Dark Angels er Chapter í hinum risastóra Space Marine her Emperors'ins. Dark Angels eiga þann heiður að þeir voru fyrsti Chapterinn í hinum stóra her. Þeir fóru ásamt Emperor'num í hina risa stóru Krossferð(The Great Crusade) sem í fólst var að frelsa mannkynið frá spillingum Chaos og höndum geimvera.

Primarch Dark Angels var Lion El'Jonson og ólst hann upp á plánetunni Caliban. Caliban var frumskógar pláneta lífshættuleg. Caliban var mjög stökkbreytt af völdum Chaos og um tíma var hún meðal hættulegustu pláneta í heiminum. Íbúar Calibans bjuggu í risastórum köstulum og virkjum. Fólkið á Caliban var stolt og herskát. Það var alið upp við að lifa með sverðið og deyja með sverðið(live and die by the sword). Einn daginn fór flokkur riddara kallaður The Order(Reglan) út í hættulegan frumskóg Caliban. Flokkurinn var leiddur af ungum manni kallaður Luther. Í miðjum skóginum fundu þeir Primarchin og tók Luther hann aftur með sér í kastalan sem hann bjó í og hann ól hann upp sem sinn eigin. Hann gaf honum nafnið Lion El'Jonson sem á Calibanskri tungu þýðir Lion ‘The Son of the Forest’(Sonur skógarins).

Lion ólst upp og varð stór og hraustur. Hann aðlagaðist vel og vildi síðan ganga til liðs við The Order sem Luther þjónaði. Saman unnu þeir og spruttu fljótt upp sögur allstaðar of verkum þeirra. Þetta leiddi til þess að fleiri og fleiri vildu ganga til liðs við The Order.

Lion sameinaði alla Meistara munkasetrana á Caliban. Og þegar hann hafði The Order og Munkana með sér í liði fór hann í stríð við spillinguna sem lifði á Caliban. Það tók 10 erfið ár að hreinsa Caliban frá spillingu Chaos. Og eftir stríðið viðurkenndu The Order og Monastery'in hann sem Grand Master(meistara) yfir plánetunni.

Ekki mikið seinna þegar Emperor'inn var í Krossferð sinni þá kom hann að plánetunni Caliban og kannaði hana. Strax og hann og Lion náðu augnasambandi þekktu þeir hvorn annan.

Fór Lion þá með Emperor'num og gaf Emperor'inn honum stjórn yfir hinum gríðarlega Dark Angels her. Lion náði síðan í sína eigin nýliða úr The Order Sá fyrsti sem myndi verða Space Marine var Luther og var enginn jafningji hans nema Lion sem var ofurauki hans.

Lion fór síðan frá Caliban ásamt meiri hlutann af hernum enn skildi Luther eftir og treysti honum fyrir stjórn plánetunar.

Brátt heyrðust sögur af afrekum Lion's út um allan heim og auðvitað heim til Caliban. Luther varð brjálaður af þessum sögum. Hann þoldi ekki það hvað bróður hans var að ganga vel og að hann skuli bara hafa skilið hann eftir til að vera einhver vörður yfir plánetu sem hafði bara gleymst. Luther spilltist og varð hreinlega brjálaður.

Síðan braust út stríðið mikla, The Horus Heresy(Villitrú Hórusar). Bróðir barðist við bróður. Þegar almætti Chaos stefndi á höll Emperor'sins voru Lion og Leman Russ að berjast. Strax og þeir fréttu af þessu ákvaðu þeir að geima ágreiningin og flýta sér til Emperors'ins. Enn þeir komu of seint. Þegar þeir loksins komu var stríðið búið, Horus dauður, Sanguinus dauður og Emperor'inn lífshættulega slasaður. Leman og Lion var harmi slegnir yfir því að hafa ekki getað varið Emperor'inn.

Harmi sleginn ákvað Lion að snúa aftur heim til Caliban. Þegar flotinn nálgaðist Caliban kom runa af skotum frá plánetunni sjálfri á skipin. Í ruglingi flýðu skipin. Lion var staðráðin í því að finna út af hverju Caliban skaut á þá. Enn þá komst hann að því. Í fjarverru sinni hafði Luther orðið brjálaður og spillt öllum mönnum sínum og hafði gert bandalag við Horus.

Lion varð alveg loco en el coco :P Hann skip sín fara yfir og sprengja upp yfirborð plánetunar. Allt brann og sprakk í reiði hans og loksins þegar varninar voru nógu lélegar réðist hann gegn bróður sínum. Loksins þegar Lion komst að Luther sá hann að Guðir Chaos höfðu gert hann öflugri og jafningja sinn í alla staði.

Þeir háðu gríðarlegt einvígi sem stóð yfir í langan tíma. Særðust þeir báðir lífshættulega og féllu þeir saman í rústum fyrrum heimilis The Order. Enn nokkrum dögum seinna þegar þeirra var leitað fundu Dark Angels Luther liggjandi samanhnippraðan í rústunum. Þegar þeir yfirheyrðu hann þá sagði hann að “The Wathcers in the Dark” Höfðu tekið Lion og að þeir myndu koma aftur til að fyrirgefa Lutheri.

Enginn vissi af svikum Dark Angels nema innstu og æðstu menn þeirra. Það mátti enginn finna það út. Þeir hylmdu yfir því í áraraðir og hylma því enn þó það verði erfiðara og erfiðara.

Að ná The Fallen Angels er algjört forgangs atriði hjá Dark Angels. Þeir verða að halda þessu ennþá leyndu.

Og já þá ætti þetta að vera ágætt. Já ég ætla líka að segja það ég á örugglega eftir að senda meira svona inn, þá bara um mitt uppáhald. Vona að þið hafið skemmt ykkur við þessa lesningu. Og ég ætla enda þetta á BattleCry Dark Angels:

“Repent! For Tomorrow You Die!”

Heimildir:
Index Astartes
Angels of Darkness
Dark Angels Codex