Diplomacy var a sínum tíma framleitt af Avalon Hill, sem var einn stærsti framleiðandi af borðspilum, einkum hernaðar spilum á sínum tíma. Framleiddi m.a. Civilization sem var grunnurinn af tölvuleik Sid Meiers, en það spil er samt verulega frábrugðið tölvuleiknum, og að mörgu leiti skemmtilegra, ekki eru teningar notaðir í því spili frekar en í Diplomacy, það spil getur tekið heila helgi eða lengur að klára með 7-8 spilurum. Haspro keypti á AH fyrir nokkrum árum og var þá hætt útgáfu á 90% af þeim spilum sem þeir framleiddu, Þekktustu AH spilin fyrir utan þessi 2 voru fyrst og fremst spil sem gengu ut á átökin í síðari heimsstyrjöldinni, Squad Leader, Advanced Squad Leader (ASL), Flat Top, Panzerblitz og Third Reich.
Þegar þú keyptir ASL, keyptirðu fyrst stóra möppu með reglunum og svo einstök spil eftir þörfum, sem gengu út á ýmsa atburði í styrjöldinni.
tenglar:
www.boardgames.com
http ://www.multimanpublishing.com/ASL/asl.php
http://grogn ard.com