Íslandsmeistaramótið í Warhammer Fantasy 2004
Almennar reglur


Mótið fer fram dagana 8., 9. og 10. apríl 2004. Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 11 alla dagana og verður spilað fram á kvöld.

Leyfilegir herjir:
Herjir verða 2300 stig, ekki leyfilegt að fara yfir það hámark. Nota skal aðal-listana úr þeim bókum sem út eru komnar. Ef spilari vill nota annan armylista fyrir herinn sinn (eins og til dæmis einhvern auka-armylista aftast úr bókinni), eða Nefndar Persónur (special characters) þá verður dómarinn að samþykkja armylistann fyrir mótið. Nota skal nýjasta löglega eintak af þeim listum sem ekki er komin út bók fyrir, hvort sem listinn er í Ravening Hordes, White Dwarf eða öðrum hvorum Annualnum.

Dogs of War sveitir eru aðeins leifðar í Dogs of War herjum. Ekki er leyfilegt að kaupa þær í öðrum herjum, jafnvel þótt það standi í listunum fyrir herinn.

Spilarar verða að tilgreina einn eða tvo c.a. 300 punkta hluta af heildarhernum sérstaklega í armylistanum. Þar sem það er næstum ómögulegt að hitta nákvæmlega á 300 stig var ákveðið var að leifa +/- 25 stig frá þessu takmarki. Geta þessar hópar því verið á bilinu 275-325 punktar en það mun hafa áhrif á stigagjöf bardaga hver nákvæmleg endanleg stigin verða. Sjáið umfjöllun um stigagjöf til að sjá það nánar. Þó að spilarar megi tilgreina tvo svona hópa þá er það ekki nauðsynlegt að hafa nema einn.

Athugið að til þess að geta unnið mótið þarf herinn sem keppt er með að vera fullmálaður. Hægt er að taka þátt þó að herinn sé ekki fullmálaður, en þá á spilarinn ekki möguleika á því að vinna fyrstu verðlaun. Til að teljast fullmálaður þarf herinn að vera málaður í þrem litum í hið minnsta, plattarnir þurfa að vera málaðir og með gerfigrasi (flock) í það minnsta.

Athygli skal vakin á því að þó að hingað til hafi verið gerða 1-2 undantekningar fyrir einstaka módel þá verður engin undantekning gerð ef spurningin er hvort spilari sé í vinningssæti eða ekki.

Vegna sumra bardaga verður að númera alla ‘deployment’ hópa í armylistanum. deployment hópur er ein heild sem þú setur niður þegar þú ert að raða upp hernum fyrir bardaga. T.d. allar persónur, allar vígvélar, ein venjuleg sveit eða ein Empire sveit ásamt detachmentum. Hópana skal númera í þeirri röð sem þeir verða svo settir upp á vígvellinum fyrir bardagann.

Skráning:
Vegna séstöðu Íslandsmeistaramótsins verða allir sem ætla að taka þátt í mótinu að skrá sig fyrirfram til að geta tekið þátt í því.
Skráningar verða að vera búið að skila inn fyrir lokun Nexus 6. apríl. Um leið og skráning á mótið fer fram verður að skila inn einu eintaki af hernum sínum til dómara. Þetta er gert til að tryggja að nóg pláss verði fyrir mótið og nægilegt terrain og borð til að spila á, og einnig til að tryggt sé að listarnir séu löglegir. Vinsamlegast látið fylgja með símanúmer og helst netfang líka til að hægt sé að hafa samband ef einhverjir gallar finnast á listanum eða komi upp spurningar um hann.

Ekki gleyma að taka með ykkur allt sem þið þurfið til að spila. Eintak af armylistanum ykkar, reglubókina, bókina fyrir ykkar her, málband, teninga og templates í það minnsta.

Módel:
Módel sem notuð eru á mótinu eiga að vera það sem þau eru, til dæmis Dwarf Warriors verða að vera Dwarf Warriors, en við horfum ekki á hvort módelið sjálft sé með skjöld eða ekki þó það standi í armylistanum. Ekki er nauðsynlegt að nota Games Workshop módel en ef notuð eru önnur módel verða þau að líta út fyrir að vera það sem þau eiga að vera.

Ef módelin eru ekki til, eða spilarinn á þau ekki, er hægt að umbreyta öðrum módelum svo ekki fari á milli mála hvað þau eru, eða nota einfaldlega ekki sveitina. Raunvörulegir hershöfðingjar höfðu ekki alltaf það sem þeir vildu helst í sínum herjum…

Reglubreytingar:
Ákveðið hefur verið að breyta reglunum fyrir Black Coach hjá Vampire Counts. Hann mun nú ekki eyðileggjast sjálfkrafa við högg frá S7 eða meira en í staðinn missir hann Ward saveið sitt ef árásin er S7 eða meira.

Athugið að komnar eru uppfærðar reglur fyrir lore of Heavens, Beasts og Life. Þau voru gefin út í White Dwarf og svo aftur í Cronicles 2004. Hægt er að fá afrit af þeim niðri í Nexus ef menn vilja eða sent til sín í tölvupósti.

Á þessu móti verða allir galdramenn nema Slannar (í Lizardmen hernum) að velja hvaða lore þeir ætla að nota fyrir mótið og halda sig við það í öllum bardögunum. Hvaða lore er valið verður að vera tekið fram í armylistanum þegar honum er skilað inn.

Spilun:
Ef spilari telur sig eiga harma að hefna gegn ákvðnum spilara, eða langar afskaplega mikið að spila gegn honum af einhverri ástæðu, getur hann skorað á hann í byrjun mótsins. Sá sem skorað er á hefur þá val um að taka eða hafna áskoruninni. Ef hann tekur henni berjast hann og áskorandinn sjálfkrafa í fyrsta bardaganum. Ef ekki, ráðast andstæðingar þeirra með hlutkesti eins og venjulega. Áskorunin verður að koma fram áður en mótið hefst, og gengur því aðeins ef spilarar mæta á réttum tíma!

Hver bardagi á ekki að standa lengur en dómarinn segir fyrir um. Tilkynnt verður þegar um það bil 15 mínútur eru eftur af bardaganum. Þegar tíminn er búinn skulu þeir sem enn eru að spila strax hætta spilamensku og telja stig.

Sér reglur eru fyrir hvern og einn af bardögunum níu. Reglurnar eru mis-flóknar og reyna á mismunandi þætti herkænsku og heruppbyggingar. Þess vegna er nauðsynlegt að mæta með herji sem geta tekist á við allar aðstæður. Mælt er með því að spilarar lesi vel kaflan þar sem hverjum af 9 bardögunum er líst vel fyrir mótið.
Landsvæði verður sett upp fyrirfram á hverju borði og ekki er leyfilegt að breyta því. Athugið að landsvæði getur verið mjög mismunandi eftir borðum svo best er að taka fjölbreytta herji sem geta höndlað það.

Fyrir hvern bardaga ættu menn að ræða herjina sín á milli, og útskýra sérstakar reglur fyrir herjina, og sveitir í hernum, sé þess óskað.

Stigagjöf er mismunandi eftir bardögum, öll smáatriði má finna á blaðinu sem fylgir hverjum bardaga. Í stuttu máli þá byrja menn með 1100 stig fyrir hvern bardaga þar sem notaðir verða 2000 punkta herjir og 1250 stig fyrir hvern bardaga þar sem notaðir verða 2300 punkta herjir. Ein undantekning er þó á vegna sérreglna fyrir einn bardagann. Samtals byrja menn því með 9.250 stig og geta hækkað og lækkað eftir gengi í bardögunum.

Í öllum 2000 punkta bardögum verða spilarar að setja til hliðar 300 (+/-25) punkta af 2300 punkta hernum sínum, eins og áður var lýst, sem taka ekki þátt í bardaganum. Við þetta getur skapast punktaójafnvægi milli herja. Til að koma í veg fyrir mismunum milli spilara var ákveðið að sá spilari sem er með minni her í þessum bardögum fær mismunin milli herjanna sem auka Victory Punkta þegar þeir eru taldir í lok bardagans.

Eftir bardagann:
Eftir hvern bardaga meiga spilarar fá að sjá fullan armylista mótspilarans. Það er gott tækifæri til kynnast því sem þú lentir ekki í í bardaganum, kynnast nýjum herjum og einnig geta menn farið yfir hvort rétt var talið eftir bardagann telji þeir þess þörf.

Eftir bardaga þarf að skrá stig sem fengust fyrir spilamennsku á þar til gert blað og skila því þessu næst til dómara, auk þess að dæma um íþróttalega hegðun andstæðingsins og skila blaði með því til dómara.

Ef sú staða kemur upp að fjöldi spilara stendur á oddatölu þarf einn spilari að sitja hjá í hverri umferð. Spilarinn er valinn af handahófi, og hver spilari þarf í mesta lagi að sitja hjá einu sinni. Sá sem situr hjá fær 800 stig í 2000 punkta bardaga, 900 stig í 2300 punkta bardaga og 1800 stig í einum bardaganum vegna sérreglna sem gildir um hann.

Önnur stig:
Gefin verða 0-1800 stig fyrir samsetningu herja. ‘Meðal’ her fær 1200 stig sem svo er dregið frá eða bætt við eftir mati dóma á uppbyggingu hersins. Dregið er frá fyrir að nota leiðir sem gera herinn óraunverulegan en sterkan og bætt við stigum fyrir hið gangstæða og fyrir að fórna hlutum fyrir ákveðið þema í hernum.

Gefin verða 0-1800 stig fyrir íþróttaanda (sportmansship) þetta er meðalskor stiga sem að andstæðingurinn gefur þér. Bendum við spilurum á að vera sjálfum sér samkvæmir og gefa góð stig til þeirra sem eiga það skilið og fá stig þegar það á við.
Vitað er að stundum geta bardagar verið miður skemmtilegir þrátt fyrir að spilarar leitist við að gera hann það ekki og ættu menn að taka tillit til þess…

Gefin eru allt að 1800 stig fyrir málaða herji á mótinu. Fullmálaður her fær 1800 stig. Miðað er við að lágmarki 3 liti, og að plattarnir séu málaðir og með grasdufti (flock) eða álíka frágangi í það minnsta.

Þeir herjir sem ekki eru fullmálaðir, en eru samt að einhverjum hluta málaðir geta fengið stig sem hér segir.

Talið er saman hversu margar ‘deployments’ (það er hollin sem þú setur í einu á borðið áður en bardaginn byrjar) herinn hefur í bardaga. Munið að allar vígvélar (en ekki stríðsvagnar) teljast einn hópur og allar hetjur annar. Svo er tekið hlutfall af máluðum ‘deployment’ hlutum í hernum og gefin stig.

-Ef 0-9% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 0 stig
-Ef 10-39% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 400 stig
-Ef 40-69% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 800 stig
-Ef 70-99% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 1200 stig
-Ef herinn er fullmálaður fær hann 1800 stig.

Dæmi: Her sem er með fjórar sveitir af fótgönguliði, tvær riddaraliðssveitir, tvær fallbyssur og tvær hetjur er samtals með 8 sveitir til að setja niður (4+2+1+1). Ef hann er með eina sveit af fótgönguliði og eina riddarasveit málaða telst það 25%, og gefur 400 stig. Ef hann er með tvær fótgönguliðasveitir, eina riddarasveit og allar hetjurnar málaðar er það 50% og þar af leiðandi 800 stig.

Flottir herjir
Á einhverjum tímapunkti á meðan mótinu stendur verða allir þeir sem eru með fullmálaðan her beðnir um að stilla upp hernum sínum. Allir spilarar fá þá tíma til að skoða herjina, og fá síðan blað þar sem þeir gefa hverjum her stig fyrir það hversu flottur þeim finnst herinn vera. Einnig á að reyna að fá sérstakan dómara sem ekki spilar til að gefa herjunum einkunn. Sá her sem fær flest stig frá keppendum og dómara fær verðlaun fyrir flottasta herinn.

Verðlaun:
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætinn, eftir að reiknuð hafa verið inn stig fyrir skemmtilegasta mótspilarann, málun og samsetningu hers. Einnig verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta mótspilarann og flottasta herinn.

Þú verður að vera með fullmálaðan her til að vinna mótið svo um að gera að byrja að mála.
Þú verður að skrá þig fyrirfram og skila eintaki af hernum.

Auron