Eins og flestir Warhammer Fantasy unendur hérna ættu að vita þá er núna seinni partin í vor að byrja WWC eða “World Wide Campaign” í Warhammer Fantasy sem kallar sig “Storm Of Chaos.”
Ef einhverjir af Warhammer spilurum hafa spilað Warhammer 40000 þá ættu þeir að kannast við annað WWC mót sem hét “Eye Of Terror” en það er nákvæmlega það sama og “Storm Of Chaos” en bara í 40000.
Ég stytti þetta frekar í SoC sem er betra viðurnefni og er notað um flesta spjallþræði í heiminum sem ræða um mótið en það gegnur út á lokabardagan milli góðs og ills.
Archeon The Lord Of End Of Times hefur risið upp með alla sýnu durga og vondu kalla og mun hann berjast við lið ljóssins en þau eru “Empire, High Elves, Bretonnia, Dwarves, Wood Elves og Lizardmenn.
Þessi sex lið munu berjast saman til að koma sér undan illum örlögum Archeons (úúúú!!).
En ekki öll önnur lið munu berjast gegn góðu köllunum en heldur kannski ekki gegn vondu köllunum heldur. En ég tel að þau munu standa svona mitt á milli og taka allt í sýnar eigin hendur þegar að átökunum kemur. Eins og Orkarnir eru of heimskir og sjálfsánægðir að þjóna einhverjum og berjast svona framm og til baka í allar áttir.
Undeads eru hinsvegar vandamál sem mundu láta til skara skríða þegar þetta er yfirstaðið en þeirra eina takmerk er að eyða öllu lífi og þar á meðal Chaos og hina vondu kallana. ;)
En þetta er bara partur af sögunni, málið er að þetta mót er ekkert Íslandsmeistara mót en heimsmót þar sem hvert og einasta land mun berjast.
Haldin eru SoC mót í hverju landi með viðbættum reglum og munu svo vera sendar niðurstöður til Games Workshop og þeir munu úthlýta sigurliðið sem mun ekki bara taka við sigri en líka byrjun á nýrri sögu. Þetta mót er svo stórt og mikilvægt að sögurnar sem eru frá byrjun í Warhammer munu breytast eftir útkomunni á þessu móti. :)
Ekki er þetta bara bráðskemmtilegt en líka alveg snarmikilvægt fyrir hver og einn Warhammer spilara svo að ég kvet alla til að taka þátt. ;)
Þetta hefur verið litið alvarlegum augum þetta mót, enda eitt það stærsta mót allra tíma í Warhammer Fantasy, og hafa verið bygðir alls kyns spjallborð eins og ”Conclave Of Light“ þar sem spilarar góðu liðanna koma saman og brugga eitthvað saman gegn Chaos.
En ekki hver sem er er tekinn inn í CoL eða ”Conclave Of Light" en þarf hann að hafa vitni og sannanir að hann sé sannur spilari hjá góðu liðunum vegna öryggis gegn njósnurum frá Chaos og þeim. ;)
Þetta er bæði sögulegt og stærsta Warhammer Fantasy mót sem hefur verið gert svo ég kvet alla til að taka þátt í því þegar keppnir verða haldnar held ég í spilasal Nexus á Hverfisgötu 103.
Ákveðnir linkar er gott að leita ráða hjá.
http://www.warhammer.is/ er warhammer síðan og spjallborð á Íslandi en þar eru helstu svörinn að finna.
http://www.bugmansbrewery.com/ er pottþétt dvergasíða og spjallborð en hún er bara mögnuð fyrir þá sem spila með Dverga.
http://www.warhammer-empire.com/ er Empire síðan sem bregst engum og hægt er að spyrja allt milli himins og jarðar þar um SoC.
Endilega hugsið út í þetta Warhammer spilendur ;)
Auk þess að þið munuð finna mig á mörgum stórum svona warhammer síðum sem “Col. Majere” en það er nickið mitt í Warhammer.
Kveðja
Helli Sprelli, HelgiMega