Þetta er aðeins óhefðbundið risk-spil. Það er sama grunnhugmynd á baki því og hins hefðbundna risk en þó er það mun flóknara en einnig mun skemmtilegara. Í stað þess að öll jörðin sé vígvöllurinn þá er aðeins notast við Evrópu og nokkur lönd í N-Afríku og svo litlu Asíu. Sagan á bakvið spilið er Napoleon stríðið þar sem að Frakkland var sigrað eftir um 20 ára stríð við Waterloo. Hægt er að vera eitt af eftir töldum löndum: Frakkland, Bretland, Austurríki, Rússland og Prússland. En ef að 6 eða 7 spila þá eru einnig Spánverjar og Ottomenn (Tyrkir). Spilið er mjög skemmtilegt og finnst mér það mun betra en gamla riskið.
Spilið byggist þannig að allir byrja með sinn her í sínu heimalandi auk annarra hertekna landa. Allir byrja með einn svokallaðan polical action punkt en hann nota menn til að segja mönnum stríð á hendur, hertakalönd eða ganga í allie. Eftir þrjár umferðir þá fá menn pening. Löndin framleiða mis mikið og fá þar afleiðandi mis mikinn pening. Einnig fæst peningur fyrir hertekin lönd. Svo er hægt að kaupa her, skip og political action punkta og fara í stríð.
Eins og ég sagði áðan þá byggist spilið á Napoleon stríðinu og finnst mér spilið fylgja sögunni mjög vel. Til dæmis þá byrja Breta og Austurríkismenn í stríði við Frakka. Þó svo að þetta byrji svona þá getur allt gerst og geta allar þjóðirnar unnið þó svo að þær minni virðist frekar lélegar í byrjun. Hægt er að byrja á mismunandi tímapunkti í spilinu og þá hafa aðstæður breyst. Venjulekt spil tekur tvö ár í spilinu en þó finnst mér alveg nóg að hafa það eitt og hálft.
Ef að notaðar eru Advanced reglur þá verður spilið mun betra. Ekki aðeins fá menn politacal punkta þegar þeir vinna stórar orrustur heldur fá þeir að draga spil úr stokki og getur allur andskotinn komið upp. Hægt er að draga spil sem að hjálpa manni í bardaga eða stragetic spil sem að maður þarf að nota á réttum tíma til að fucka óvininum. Ef að maður ætlar að vinna einhvern og fá þar með að hertaka af honum lönd þá lýsir maður stríði á hendur honum sem að kostar einn political punkt. Hægt er að vinna hann á tvo vegu. Annars vegar að ráðast á herinn hans og berjast við hann með því að báðir stilla herjum sínu upp og notast er við teninga til að berjast. Hins vegar að vaða inní höfuðborg andstæðingsins (ef að hann var nóg vitlaus að skilja hana eftir óvarða). Ef að maður vinnur hann þá þarf hann að kasta uppá hvort stríðinu ljúki eða haldi áfram. Ef að stríðinu lýkur þá fær maður að hertaka af honum lönd. En ef að stríðið heldur áfram þá heldur það bara áfram.
Í grófum atriðum þá gengur spilið út á að hertaka lönd en þjóðirnar þurfa að ná mismunandi markmiðum til að vinna. Ef að maður rústar leiknum þá er maður í Total eða Grand victory. Ef að maður vinnur þá er maður í Major V. Ef að maður er í öðru til þriðja sæti þá er maður í Minor V. En ef að maður gerir jafntefli þá er það Survivour (man ekki hvernig á að skrifa það). Ef að maður tapar (þ.e. ef að einhver hertekur heimaland manns) þá er maður í deafeet. Og ef að einhverjum er sérstaklega illa við mann og hertekur öll heimalöndin manns þá er maður gjöreyddur (hef ekki hugmynd um hvernig á að stafa það á ensku).
Löndin hafa mismunandi mikinn her og landsvæði. Bretland er með lítinn her en stórann flota sem að er betri en floti annarra þjóða. Frakkar byrja með stærsta herinn og smá flota en þó er honum yfirleitt sökkt strax. Austríkismenn hafa ágætan her en eru mitt á milli Frakka og Rússa sem að getur verið slæmt. Prússar byrjar með frekar lítinn her en þó ágætan. Rússa byrja með nokkuð góðan her og tvö skip en hafa þann ókost að þurfa að verja tvær höfuðborgir. Spánverjar byrja með slaka innkomu og lítinn her og hafa landamæri aðeins að Frakklandi og eru því á þeirra náð. Þeir byrja þó með fjögur skip en líklegt er að Bretinn sökkvi þeim einhvern tímann í spilinu. Ottomenn byrja með frekar lélegan her og frekar lélega innkomu þó svo að þeir séu með mörg hertekin lönd. Þessi herteknu lönd gera þá að úrvals bráð fyrir Rússana.
Þeir herir sem að hægt er að kaupa eru: Landgöngulið, fallbyssur og cavalry. Svo eru mismunandi útgáfur af landgönguliðunum og hestunum sem eru annað hvort betri eða verri. Mismunandi lið geta keypt mismunandi heri en þó geta allir keypt það helsta.
Ég nenni ekki að hafa þetta lengra en ef að þið nenntuð að lesa þetta þá ættuð þið að hafa fengið ágæta innsýn í þetta frábæra spil. Reglurnar eru frekar flóknar og er því nauðsinlegt að einhver nennir að liggja yfir reglunum.
Takk fyrir.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."