En ég var að pæla hvað knýr mann áfram í málun, eða ekkert endilega málun,heldur bara í að gera Warhammer, Lord of the Rings, eða hvaða Borðspil sem er. Ég safnaði Warhammer Fantasy um tíma, þar Empire og ég hafði mjög gaman af því, þótt ég safni því ekki lengur, þá er ég þögull áhorfandi. Svo þegar LoTR FoTR kom í bíó byrjaði ég að safna LoTR. En hér koma meginspurningar:
Hvaðan fær maður innblástur?-
Hvaðan fær maður innblástur, jújú ég fæ hann aðallega úr kvikmyndum, bókum, og kannski myndasögum og ljósmyndum sem ég hef séð. Litirnir, þá fæ ég bara uppúr sjálfum mér, það gera það ábyggilega fleiri, en þegar ég mála kannski Wood Elves, þá geri ég þá græna, Wood = Grænt.
Hvað knýr mann áfram í málun?-
Hafið þig ekki fengið á tilfinninguna að þið bara þurfið að mála eða líma? Það kemur oft fyrir mig og bara eftir að hafa horft á eiithverja kvikmynd þá sest ég alltaf niður og mála, kannski stundum á meðan myndinni stendur. Ég fæ nokkurskonar ,,kick“ útur því að mála og vera tilbúinn með HER. Þetta hljómar svo mikilfenglega, að vera HERFORINGJI. Ætli það hafi kannski ekki verið þessvegna sem ég byrjaði, að vera í sömu stöðu og Sarúman og fleiri. Ástæðan er samt önnur núna.
En ég var að spá hvort þið gætuð ekki svarað spurningunum 2, þ.e.a.s. Hvaðan fær maður innblástur? og Hvað knýr mann áfram í málun?
ykkar einlægur
Quentin ”Q-dogg" Doggfathe
GoodFella