Svona á ekki að nota ORKs Já, það er nú svo að 5 aðillar í hinum svokallaða bekk mínum
(þar með talinn ég) safna Warhammer 40.000

Ég safna Geimúlfum, Vinur minn Blóðenglum, einn safnar IG
annar Tyranids og einn safnar Ork.

Einn daginn ákvað vinur minn hann Blóðengillinn að taka leik
við Orkan. (Hann er dekurbarn og á svona 5000pt her og er
búnað safna í ár)

Og hann hljóðaði nokkurn veginn svona.

Orkinn hafði urmul af trukkum og boyzum. Ásamt öllu hinu
hefðbundna orka dótinu
En vinur minn hafði 2 Tactical 1 Devastator 1 Rhino og eitt
jumppacksquad (hét það ekki honor eitthvað?)

Svo byrjaði bardaginn. Vinur minn hafði stillt sér upp á góða
staði og byrjaði að plokka niður þennan yfirþyrmandi her orka.
En í staðinn fyrir að hlaupa áfram eins og hver venjulegur orki.
Þá hljóp hann á bakvið kassa.

Leikurinn gekk svona lengi. Í hvert skiptið semað orkinn
missti kall hljóp hann bakvið kassa. Eins og allir vita eru orkar
Lang bestir í close combat. En þeir gætu ekki hitt gólfið, þó
þeir myndu standa á því. Þannig að: Útkoman kom ekki á
óvart.

Orkarnir dóu allir en þeir náðu að drepa einn (ég endurtek:
einn) Blóðengil.

Niðurstaða: Orkar eiga aldrei að hlaupa bakvið kassa, heldur
hlaupa áfram og reyna að komast í close combat.

Vonandi hafiði lært eitthvað af þessu.
Takk fyrir mig
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi