Ég ætla að segja mitt álit á hinum mikilfenglegu druchii-um, og er það náttla eina liðið sem buddan mín hefur leift mér að safna, minni ófullkomnu aðferð við málun þeirra og hvernig ég held að best sé að byggja upp her með þeim.
Ég er ekki búinn að safna Warhammer nema í tvö ár og er því álit mitt á Dark Elf er nokkuð veltandi, fer eftir því sem ég lít á sögur og útlit þeirra - eða frammistöðu þeirra á borðinu. Þeir eru náttla massíft kúl og öflugir sem segir í bókunum og öðrum sögum, ef ég gæti líka talið með spunaspilun (Role-Playing).
En á borðinu gegnir öðru um okkar hjartgóðu álfa, þeir hreint og beint sökka undir ógurlegri stjórn minni (ekki að segja að ég sé neitt sérlega bright í herkænsku og hervali) og hef ég ekki unnið einn einasta leik sem ég hef kept á mótum, reyndar jú jafnað einusinni.
Þetta er oftast vegna óheppni minnar á teningunum og einfaldlega lélegri “tune-un” á herinn, býst ég við, ég mun mest örugglega standa mig vel eftir nokkur ár.
Þeir eru nú samt alls ekki slæmir undir góðum stjórnanda, en samt fynnst mér þeir illa balansaðir á móti hinum liðunum. Nýu reglurnar alveg björguðu þeim, og get ég ekki beðið eftir því að þær verði teknar í notkunn ef þær eru ekki þegar orðnar offisíal.
Ég hef einnig heirt frá vini mínum að Games Workshop plani að gefa út sona refreshed útgáfu af bókinni á næsta ári, og þar á meðal eru Slanesh komnir inní liðið með druchii-unum. En samt er ég ekki viss um þessi rök.
En nú að máluninni:
Ég byrja á því að spreyja þá svarta og mála því næst flest armor svæðin, auk hjaltanna á sverðunum með Shining Gold. (ef það eru mörg lög af armori t.d. þá geri ég annahvora plötuna gull) Seinna mála ég afganginn af armorinu, sverðsblöðin og hina þekktu flesh-hooks með Mithril Silver eða Chainmail og drybrusha ef það er hryngabrynja.
Flest föt eru máluð Midnight Blue en sum þó með Codex Gray. Bönd og leðrið á sverðunum eru máluð Bestial Brown.
Andlitið og hendur eru máluð Elf Flesh, set svo létt Flesh Wash yfir og svo drybrush af Elf Flesh og létt highlight af Bleached Bone.
Þetta eru frumstæðu málningaaðferðir og myndi ég glaður þiggja tipp til ap gera þetta meira “evolved”.
Ahah, komið að hernum:
Ég er búinn að klúðra einu móti gersamlega vegna algerlega hrykalegri völ á köllum og býst ég við að ég hafi rétta nú nokkurnvegin á.
Það er þessi sígilda Raid layout: Corsairs, Dark Riders, Chariot, Reaper Bolt-thrower.
Corsairs eru nokkuð góðir að mínu mati, með gott armor (+4 á móti örvum, +5 í nágvígi) og eru þeir þægilegir með sín tvö handveapon, sem gera oftast sona 11 árásir ef allir í fyrsta rankinum eru í contact og ef maður hefur champion.
Dark Riders eru dýrir, en eiga víst að gera sitt, þótt að ég hafi alldrey notað þá hefur mér alltaf litist vel á Fast Cavalry, sérstaklega eftir að ég las grein í White Dwarf um þau fyrir stuttu. Þeir geta verið góðir til að hlaupa fram og pyrra aðeins andstæðinginn, losa sig við Siege Weapon crew og þannig.
Chariot er fínir, finnst mér. Commanderinn minn var í einum slíkum á síðasta móti (ókei, tapaði öllum bördögum, en hei!) og hann gerði sinn hlut vel.
Reaper Boltthrower eru ómissandi, eins einfalt og það er.
Svo hef ég mína drauma um 30 Repeater Crossbowmen, en það er víst ekki svo sniðugt.
Jæja, þá er það búið, bendi öllum á druchii.net
Adios!
-Þóri
Er ég með undirskrift?