Mitt álit á nýju Bretonnians módelum. Þessi grein er gerð aðallega til þess að vekja þetta áhugamál upp úr værum svefni. Lítið hefur verið um innsent efni á þetta áhugamál, þess vegna ætla ég aðeins að skapa umræður, til þess að leyfa þessu áhugamáli að ganga.

Eins og flest ykkar sem lesa þetta, hafið þið séð nýju Bretonnians myndirnar, sem flestar þeirra þykja mér þvílíkar. Fyrir ykkur hin sem ekki eruð búin að rýna í þessar myndir, getið séð þær hér. Ef þessi html kóði virkar ekki er hann svona: http://www.jeanfrancois.org/gdca2003/upcoming.html
(sk rollið aðeins niður)


Eins og þið sjáið fremst á myndinni, þá virðist þetta vera grail knights command. Samt get ég ekki staðfest það, því að einn lúðurþeytarinn er hjálmlaus. Lítið þykir mig hann hafa breyst, enda þykir mér hann alveg eins og hinn gamli. Nema hann er í eins brynju og hinir, en nóg um það. Ef þið horfið fremst sjáið þið championinn ?!? Ég er ekki viss en ég tel þennann aðila vera champion, með fána. Hugsanlega er þetta Grail knigth champion. Ég verð að segja að hann er andskoti flottur! En á bakvið lúðurþeytinn er hinn mikli fánaberi. Ekki get ég greint það hvaða tegund af riddurum þetta er. En aftast er hægt að rýna í nýju riddaranna. Ég verð að lýsa yfir ánægju minni yfir riddurunum. Rosalega vel vönduð, og örugglega vel skipulögð módel. Passlega stórar lensur og nú lostar maður við pappafánanna ;)
Hálfpartinn finnst mér óþarfi að fara í gegnum mynd númer tvö.
Jæja, förum á þrá þriðju þarna sjáið þið nýju Grail riddaranna. Finnst mér þeir vera svipaðir hinum gömlu, en flottari. Nett og flott skraut á þeim. Einnig finnst mér þessir riddarar hafa flotta skildi,sem einn er með flotta keðju með einhverjum hlut hangandi á skildinum. Hvað varðar þessa greil riddara er ekki hægt að rýna í öll skrautin, ómálað þannig að ég á eftir að búast við því að módelin eru trúlega flottari. Sammála er ég Gorkamorka þegar hann sagði mér að honum þykir einna skemmtilegast að sjá þessa Man at arms. Þykir mér skemmtilegt að horfa á hirðfíflið með bannerinn. ;Þ Hirðfífl þykir mér flott. Talað hefur verið um á spjallrásum að verið er að setja liðið áfram í þessari endugerð, með eilítri dekkri ímyndun. Ég er á öðru máli, frekar fannst mér þeir meiga setja liðið í meiri “fantasy” fílígi, eða ævintýralegra.
Þrátt fyrir það finnst mér þetta vera það smámunasamt, þannig að það skiptir eingu máli. Módelin eins og ég búinn að sjá þau eru það flott þannig að það skipti engu máli. Það gleður mig að þeir tróðu einu hirðfífli í liðið. En men at arms sjálfir finnst mér flottir. Þó að skjöldurinn þyki mig of massaður. Þó hafi ég heyrt orðróm um að hinir mennirnir séu peasants. Ekki þori ég þó að staðfesta það sem sannleika. En ef við flettum niður á næstu mynd, sjáum við heilann riddarann. Ánægður er ég með nýja hestinn, þykir hann harður og reiður warhorse. Hann er með flottann barding, þó ég viti ekki úr hverju þessi skjöldur á hans laki er, en það mun þó væntanlega skýrast út þegar maður sér módelið málað. Sér maður nú sverðið á riddaranum sem hefur ekki verið á knights of the realm. Flott þykir mér skikkjan á nýju riddurunum, heldur en hitt sem var, einhverjar dúkaleifar aftaná. Ég verð því að lýsa yfir ánægju minni yfir því hversu flott módelin eru, og hversu vel gerð þau eru, þannig að mér þykir games workshop vera að gera góða hluti. Þannig að þið megið búast við stórum her frá mér þegar þetta yndislið kemur út. Neðsta myndin er sú sama og sú fyrsta.

Endilega komið með ykkar álit á þessum hlutum og farið endilega að skrifa greinar.
Kærar þakkir
kv, Thorin.