Jæja, góðu fréttirnar eru, að nýjasta greinin er loksins tilbúin.
Slæmu fréttirnar eru þær. að það gæti orðið langt í næstu grein, og hún gæti jafnvel ekki komið á Huga.is. Ég ætla að flytja mitt hafurstask yfir á Spjallborðið á Warhammer.is. [Auglýsing] Þar eru aðstæður til greinaskrifta mun betri en hér á Huga.is, og munu greinarnar fá að njóta ýmissa hátæknifídusa eins og undirstrikunar, feitleturs, o.s.frv. Ég mun nota tækifærið við þessa flutninga og yfirfara gömlu greinarnar og uppfæra/bæta við því sem þið lesendur hafið stungið upp á.
Allavega, hérna er nýjasta greinin (í bili)
Bastich skoðar: Tomb Kings
ATHUGIÐ: Þar sem Tomb Kings herinn er tæknilega séð afbrigði af Vampire Counts hernum þá ráðlegg ég Tomb Kings-spilendum að lesa Vampire Counts greinina líka, til að fá sem mest not af þessari grein.
Þótt blóðsugur séu frægustu Undead-skepnurnar í Warhammer, þá eru lygilega fáar blóðsugur á kreiki, sérstaklega þegar litið er yfir heildarfjölda “ólifandi” hluta. Langflesta Undead er að finna langt sunnan við “gamla heiminn”, í fyrstu Mennsku siðmenningunni sem komst á legginn, Nehekhara. En þar sem þessi siðmenning hætti að lifa fyrir langalöngu, en er ennþá í fullu fjöri, er þetta landsvæði betur þekkt sem “Land Of The Dead.” Augljós viðlíking við Nehekhara er Egyptaland til forna.
Helstu styrkir: Í fyrstu er erfitt að sjá helstu styrki Tomb Kings hersins, sérstaklega þegar herinn er borinn saman við Vampire Counts, sem er óumflýjanlegt. Þó virka herirnir að mestu leyti eins. Merkasti munurinn myndu vera galdrarnir og skotvopnin. Tomb Kings eru jafn háðir göldrum og Vampire Counts, og mætti jafnvel segja að þeir séu meira háðari. En þeir nota allt öðruvísi galdrakerfi, sem er mun kraftminna en hin kerfin, en mun öruggara fyrir vikið. En merkilegt nokk eru Tomb Kings ekki eins háðir hershöfðingjanum og Vampire Counts. Á meðan hershöfðinginn hjá Vampire Counts var miðpunktur hersins, hafa Tomb Kings skipt þessu niður á tvo characters, hershöfðingjann sem leiðir herinn, og síðan Hierophant, sem heldur hernum uppi. Auk þess hafa Tomb Kings skotvopn, sem telst dálítið markvert, þar sem beinagrindur skortir almennt augu til að miða með, en Kúpukastarinn (Screaming Skull Catapult) er talin eitt besta War Machine í spilinu. Aðalsveitir Tomb Kings eru hervagnar (Chariots) sem aðeins Tomb Kings geta raðað upp í sveitir, og geta verið banvænar fyrir vikið. Síðan fengu Tomb Kings mörg góð Magic Items á góðu puntkaverði, sem stundum er betra en Magic Item-afslátturinn hjá High Elves.
Helstu gallar: Gallar Tomb Kings eru að mestu leyti þeir sömu og hjá Vampire Counts, sterkir characters sem mikil áhersla er lögð á, veikir hermenn sem eiga að sigra óvininn á útlitinu einu og almennt hár puntkakostnaður á hlutunum, sérstaklega á characters. Hervagnasveitirnar eru mjög viðkvæmar fyrir S 7 (eða hærra) árásum og herinn er almennt hægari í hreyfingum heldur en Vampire Counts, þar sem blátt bann við Marching ræður ríkjum. Og til að strá salti í sárin, þá mega Tomb Kings ekki nota galdra sína til að búa til nýjar sveitir, eins og Vampire Counts hafa svo gaman af því að gera. En á móti kemur að þeir geta læknað allar sveitir í hernum.
Jafnvægi hersins: Á meðan Vampire Counts eru almennt taldir eiga góða möguleika á að “bregðast við öllu” (Take On Everything) þá er hið sama ekki hægt að segja um Tomb Kings. Alla vega eiga þeir ekki eins auðvelt með það. Mér sýnist að það þurfi mikla hugsun til að láta herinn ganga upp, þannig að nýir spilendur eiga á brattann að sækja. (Sem myndi útskýra skort á vinsældum hersins) En þeir sem ná tökum á þessum her hafa ekki kvartað….hingað til. Þetta er her sem byggir álíka mikið á taktík og Empire-herinn - ef ekki meira, þar sem hann hefur ekki nærri því eins banvæn War Machines. Merkilegt nokk, er engin sveit í hernum sem er of góð eða of léleg, sem verður að teljast einsdæmi. Þegar yfir heildina er litið, verður herinn að teljast í andskoti góðu jafnvægi, en mjög erfiður að læra á.
Sagan og bakgrunnur: Eins og með Vampire Counts, er mikil saga til að moða úr, þannig að það er mikið til að segja frá.
Til eru sögur um Guði sem gengu á jörðinni (þeir verða útskýrðir betur í Lizardmen-greininni) og hvernig þeir leiðbeindu frumstæðum ættflokkum manna í stóru eyðimörkinni á heimsálfunni sem kölluð er “Southlands”. (Afríka fyrir okkur) Þessir ættflokkar urðu að ríkjum, og ríkin unnu saman til að stofna eitt stórt heimsveldi. Þetta heimsveldi er talið upphaf mennskrar siðmenningar, og hét Nehekhara. Nehekhara gekk allt vel í upphafi, þeir misstu af komu Chaos-aflana til heimsins, og voru staðsettir of sunnarlega til að taka eftir því. Skaven voru ekki komnir á stjá, og Stríðið Um Skeggið sem álfar og dvergar háðu var miklu norðar. Nehekhara óx og stækkaði, og náði frá strandar í vestri til strandar í austri. Margir konungar komust til valda og dóu, en þegar konungur sá er Settra heitir komst til valda urðu breytingar á hlutunum. Hann sameinaði öll ríkin undir sitt vald, og hugði á frekari landvinninga. En þó hrjáði hann mikið sú staðreynd, að á endanum myndi hann deyja. Hann skipaði prestum Nehekhara að leita að leiðum til að komast hjá dauðanum, til að lifa að eilífu. En þrátt fyrir allar uppgötvanir prestanna sem lengdu líf hans talsvert, gaf Settra upp öndina. Þegar hann var jarðsettur, voru jarðneskar hans varðveittar með göldrum, og áttu þeir að láta Settra rísa aftur upp eftir milljón ár í ódauðlegum líkama. Þessir siðir voru teknir upp af kóngunum sem komu á eftir Settra, og stórir pýramídar voru reistir um allt ríkið, þannig að brátt voru grafhýsin stærri og fleiri en venjulegu húsin. Margir kóngar komu á eftir Settra, en enginn var jafnoki hans. Ekki fyrr en einn maður ákvað að hirða hásætið af bróður sínum með svikum og morðum.
Þegar Nagash tók völdin urðu kaflaskil í sögu Nehekhara. Á valdatíma sínum gerði Nagash marga markverða hluti, en það eina sem ennþá sést er stærsta mannvirkið í Nehekhara, Svarti Pýramídinn í Khemri, sem hefur ávallt verið talinn einn af illustu stöðum heimsins. Nagash tókst líka að láta drauminn hans Settra um ódauðleika rætast, með því að búa til Elíxír, sem innihélt m.a. mannsblóð. En fólkið í Nehekhara lét ekki bjóða sér þetta, og sérstaklega ekki kóngar hinna ríkjanna. Öll hin ríki Nehekhara sameinuðust gegn Nagash í blóðugri og hrottalegri uppreisn. Í þessari uppreisn voru fyrstu Undead-hermennirnir kallaðir upp af Nagash, en þrátt fyrir það var Nagash hrakinn frá völdum og út í eyðimörkina, þar sem allir héldu að hann hafði drepist. En það reyndist rangt, og sömuleiðis vonir kónga Nehekhara að nú væru gylltir tímar framundan, því drottning Lahmiu-ríkissins, Neferata, var farin að nota Elíxírinn handa sjálfri sér.
Eftir ósigur Nagash byrjaði Nehekhara að blómstra eins og aldrei fyrr. Aldir liðu, og landsvæði þess margfölduðust í stærð, og náðu til Tileu í norðvestri, inn í núverandi lönd Keisaraveldisins í norði, og yfir Worlds Edge Mountains til Dark Lands í norðaustri. Auk þess fór sjófloti Nehekhara að kanna heimshöfin og eru uppi vangaveltur að mennirnir í Norsca séu einhvernvegir skyldir Nehekhara-búum. En gullöld Nehekhara fór ekki af stað fyrir alvöru fyrr en Alcadizzar, kallaður Sigurvegarinn, komst til valda. Tímabil hans sem konungur er hápunktur Nehekhara-veldisins….því endalokin voru í nánd. Upp komst um hryllingin í Lahmiu, þar sem ódauðlegar blóðsugur höfðu náð völdum, og stóð Lahmia-ríkið eitt gegn öllum hinum, sem endaði með tortímingu þess. Þær blóðsugur sem lifðu af slátrunina í Lahmia flúðu til norðurs, og fundu engan annan en Nagash, sem var búinn að koma sér þægilega fyrir við Inner Sea (heitir í dag Sour Sea) og reisa þar eitt af sterkustu virkjum heims, Nagashizzar. Blóðsugurnar gengu í lið með Nagash, og taldi Nagash sig vera reiðubúinn að hertaka aftur Nehekhara. En Nagash vanmat Nehekhara-búa. Þrátt fyrir að vera margfalt kröftugri en nokkru sinni fyrr, og hafa tugi kröftugra blóðsugna samhliða sér, beið her Nagash mikinn ósigur. Herinn var hrakinn burt, og blóðsugurnar flúðu út um allan heim. En Nagash var ekki búinn að segja sitt seinasta. Hann fann uppsprettu Mortis-áarinnar, sem þá hét Vitae-áin og var lífsæð Nehekhara-veldisins, og eitraði hana, þannig að mikil plága gekk yfir Nehekhara. Á 10 árum drápust allir í Nehekhara-veldinu hægt og rólega. Nema einn. Alcadizzar konungur sat og horfði á veldi sitt, vini sína og fjölskyldu deyja, en þó var hann sjálfur ósnertur. Þegar Undead-hersveitir Nagash komu og hertóku Khemri-borg þá var mótspyrna sama sem engin. Þeir fáu sem ennþá lifðu voru drepnir. Alcadizzar var dreginn í hlekkjum til Nagashizzar til að dúsa þar til æviloka.
Með Nehekhara-veldið úr sögunni setti Nagash stóráætlun sína fyrst í gang. Hann galdraði einn sterkasta galdur sem sést hefur í Warhammer-heiminum, og lífgaði við alla þá sem dauða voru í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Þar á meðal alla íbúa Nehekhara-veldisins fyrrverandi, og sömuleiðis alla drekana í drekakirkjugarðinum í Dark Lands til norðurs. Með þessu hafði Nagash stærsta Undead-her sem nokkru sinni hefur sést á sínu valdi. Þessi galdur Nagash fór ekki framhjá neinum í gamla heiminum, og þá sérstaklega 12 rottum sem sátu í Skavenblight. Þessar rottur voru leiðtogar Skaven-veldisins, og sáu að ef Nagash yrði ekki stöðvaður núna, yrði hann aldrei stöðvaður. Svo eftir mikið ráðabrugg (fastir liðir hjá Skaven) var búið til öflugt sverð, svo öflugt að það er líka banvænt þeim sem héldi á því. Þessu sverði var smyglað til Nagashizzar í gegnum Skaven-gangnakerfið, og komið í hendurnar á Alcadizzar konungi. Með Fellblade-sverðið í hönd, læddist Alcadizzar inn í hásætissal Nagash og hjó hann niður í litla Sushi-bita.
Hvað varð um Alcadizzar og Nagash er mögulega saga fyrir aðra grein, en snúum okkur aftur að Nehekhara. Eftir að Nagash galdraði stóra galdurinn sinn, byrjuðu hinu fornu konungar Nehekhara að vakna aftur til lífsins. Þeir spurðu presta sína hvað hafði gerst, og voru flestir ævareiðir yfir örlögum þeim sem höfðu fallið á Nehekhara-veldið. Enginn þeirra var samt jafn reiður og Settra, þegar hann vaknaði. Settra tók strax völdin, og ákvað að uppfylla draum sinn um hið Eilífa Nehekhara-Veldi, sem næði yfir allan heiminn, 1400 árum eftir dauða sinn. Og er enn að, 3400 árum síðar!
Fyrir þá sem spiluðu “gamla” Warhammer: Skemmtið ykkur vel, þetta er glænýr her! Ja, svona næstum því. Lítill White-Dwarf listi kom út í seinasta kerfi sem gaf góða hugmynd um hvað myndi verða í hernum, en annars er þetta bara restin af gamla Undead-hernum. Hérna lentu múmíurnar (sem urðu að characterum) ásamt “hestagrindunum” (Skeleton Horsemen) og Skull Chuckers og Carrion-sveitin vinsæla, jú og auðvitað beinavagnarnir (Undead Chariots). Af öllum þessum sveitum, eru Skull Chuckers eina sveitin sem er jafngóð og hún var í gamla dagi. Reyndar er hún betri!
Herinn sjálfur:
Spes reglur: Tomb Kings eru Undead, og allar reglurnar fyrir Undead útskýrði ég í Vampire Counts-greininni. En þó er sumt öðruvísi. Til dæmis má herinn aldrei gera March-Movement, sem gerir herinn dálítinn svifaseinan stundum. Að láta beinagrindur hafa boga virðist vera lélegur brandari, en Tomb Kings beinagrindur fá enga plúsa og mínusa við að nota skotvopn, þannig að þeir hitta alltaf á 5+! Hvort þú hreyfðir þig áfram 4“, skaust á stakan character í skjóli á löngu færi, skiptir engu máli fyrir Tomb Kings!
Síðan eru nokkrir hlutir í hernum sem teljast ”Undead Constructs“. Þetta er ekki sannir Undead, heldur styttur og svoleiðis sem eru vaktar til lífsins með sömu göldrunum og notað er á venjulega Undead. Undead Constructs hafa 5+ AS og missa 1 Wound minna útaf combat result.
Tomb Swarms og Tomb Scorpions eru með spes reglu sem kallast ”It Came From Below…“ sem þýðir að þeir geta komið upp úr jörðinni á ólíklegustu (en hagstæðum) stöðum. Í byrjun bardagans velur þú stað á borðinu þar sem þú vilt að þeir komi upp. Síðan er kastað tening til að kasta í hvaða turni þeir sýna sig, og ef/þegar þeir sýna sig, þá er kastað Scatter & Artillery teningunum til að skera úr hvort þeir hafi hitt alveg á réttan stað eða villst aðeins af leið. Þessi regla er mun betri en sú sem Dwarf Miners hafa, bæði vegna þess að Tomb Swarms/Scorpions mega líka charga (og það í allar áttir þar sem þú ræður í hvaða átt þeir snúa þegar þeir koma upp!) og síðan lika það að þeir eru ekki bundnir við borðbrúnina eins og Miners! Þetta er það sem dvergaspilarar myndu kalla SVINDL!
Galdrakerfið hjá Tomb Kings er vert að minnast á, því það er gjörólíkt því sem sést hefur. Í staðinn fyrir að kasta Power-teningum til að sjá hvort takist að kasta galdrinum, þá er kastað tening til að sjá hversu öflugur hann er, því hann virkar alltaf! Það er þó hægt að reyna að stöðva (dispel) galdrana eins og venjulega. Auk þess mega galdrakarlarnir bara nota galdra sína ákveðið oft í hverju Magic Phase, og það er sérstök röð á hver á að galdra (Hieratic Hierarchy). Allt þetta, auk þess að galdrarnir þeirra eru mjög öflugir í að hjálpa hernum (sjá meira um það á eftir), neyðir Tomb Kings spilendur til að gera góða og nákvæma áætlun um galdrana.
Magic Items: Tomb Kings komu vel út úr Magic Items úthlutunum, með eitt kröftugasta galdravopnið sem sést hefur lengi, og mörg önnur sem eru þess virði að taka, þrátt fyrir að þeir hafi fengið fá Items yfir heildina. Mörg Items hérna eru með dulinn afslátt: Þau kosta minna fyrir Tomb Kings heldur en fyrir aðra heri. En djöfull eru nöfnin á sumum þessum Items asnaleg (Chariot Of Fire? Sem eldfimur character situr í? Halló?)
Galdravopn: Destroyer Of Eternities (Great Weapon, Killing Blow, spes árás sem hittir alla nálæga óvini tvisvar) er lygilega gott vopn, en sem betur fer (fyrir andstæðingana) takmarkast við fótgangandi Tomb King. Blade Of Setep (No Armour Save, eyðileggur brynjur) er góð kjör, þar sem ”eyðileggja brynjur parturinn er ókeypis. Blade Of Mourning (ef andstæðingurinn fær Wound og tapar combat þá fær hann STÓRAN mínus á Break Test) er bara hreinn kvikyndisskapur. Hin galdravopnin eru la-la, fyrir utan Serpent Staff, sem er algjört rusl.
Galdrabrynjur: Armour of Eternity (Kasta aftur “To Wound” köstum sem virkuðu) er með dulinn afslátt en er samt ekki virði punktakostnaðarins. Scorpion Armour er mun sterkari en fólk heldur, og Armour Of The Ages (Heavy Armour, +1 Wound) er mun ódýrari en annars staðar. Shield Of Ptra víkur oftast fyrir Great Weapons.
Galdravarnir: Golden Ankhra (4+ Ward Save) er augljóst val á hershöfðingjann, á meðan Collar Of Shapesh er best hugsað sem neyðarúrræði fyrir Prestana. Golden Eye Of Rahnutt er vörn fyrir hervagninn, og er best tekið í samvinnu með Chariot Of Fire.
GaldraItem: Death Mask Of Kharnut (veldur Terror!) er ódýrara en fyrir aðra, og er því vænlegur kostur, merkilegt nokk. Brooch Of The Desert er Dispel Scroll sem aðrir en Wizards geta tekið. Cloak Of Dunes (Fljúðu, Bíbí, fljúðu!) er nauðsyn fyrir Hierophant hersins, og Icon Of Rulership (+1 Unit Strength fyrir Chariot) kemur sér langbest fyrir character sem er einn í hervagni.
Kukl Items: Hieratic Jar (Einnota, mátt kasta auka galdri) er langbesta Itemið hérna, hin eru flest hálfslöpp.
Galdrastandards: Standard Of The Sands (einnota, stöðvar Marching í eitt turn og -1 á Rally test) er aðeins of dýr, og sömuleiðis Banner Of The Hidden Dead (ein Core sveit sem kostar minna en 100 pts er falin og má koma upp síðar) en hann kemur þó að mun meiri notum. Allir hinir Standards eru frábærir, og vel þess virði að hafa í hverjum her, sérstaklega Banner Of The Undying Legion.
Lords: “Dead & loving it”
Tomb King: Lygilega góður character, en líka rándýr í punktum. WS 6, S 5, T 5, 4 Wounds og 4 árásir gera hann að gutta sem flestir vilja ekki abbast upp á, sérstaklega ekki þegar Bölvunin (sá sem drepur hann þarf að taka LD test. Ef hann klikkar, þá fær hann mörg auka Wounds!) hans er tekin með í dæmið. Leiðtogi OG Stríðsmaður. (Synd að lítil þörf er fyrir LD 10 hjá hernum) Eini alvöru veikleiki hans er sá að hann hefur ekkert sérlega góðar brynju til að verja líkama sinn með…..enda missti hann allt þess virði að verja fyrir mörg þúsund árum síðan….
Tomb King má hoppa upp í hervagn og fara að spyrna með vinum sínum. Þetta er oft góður grunnur að sóknarher, sérstaklega vegna þess að Chariots verða Core choice þegar Tomb King er hershöfðinginn, en þó vil ég vara við því, að ef hervagnasveitin lendir í klónum á einhverjum með S7 árásir (þessum sem mölva hervagna í smátt), þá geturðu bara kvatt kallinn.
Athyglisverð blanda: Tomb King í hervagni með Golden Eye Of Rah-Nutt, Chariot Of Fire & Icon Of Rulership: Hervagninn er orðinn kröftugri en kallinn í honum! Góður í flank-árásir þar sem hann gerir mikinn skaða og hefur US 5!
Liche High Priest: Kröftugasti galdrakarl Tomb Kings er ekkert slor í galdrakrafti. Þótt hann geti aðeins kastað tveim göldrum í hvert sinn, þá eru þeir mjög kröftugir, og eiga eftir að valda miklum höfuðverkjum fyrir andstæðinginn. LHP er líka einn dýrasti Wizard í spilinu, og síðan algjör Aumingi í þokkabót, sem ber þá miklu ábyrgð að halda hernum uppi! Aðrir Wizard Lords fá +1 Toughness, en ekki þessi. Þessi gutti er í bráðri hættu bara við það eitt að vera í orrustunni! Það sem Tomb Kings þurfa að læra er að halda LHP langt frá óvininum, og verja hann vel.
Heroes: “Dead & only liking it”.
Tomb Prince: Almenna hetjan hjá Tomb Kings, sem hefur þá tvo bónusa að hafa 3 Wounds og T 5. Ekkert slæmt við það, nema hvað að punktakostnaðurinn fer upp úr öllu valdi. En engin hetja er eins þrjósk að drepast og Tomb Prince (sérstaklega þar sem hún er löngu dauð fyrir) þannig að þú færð oftast punktanna þinna virði.
Icon Bearer: BSB hjá Tomb Kings. Lítil og nett hetja, sem hefur þann stærsta veikleika að vera ráfandi um berrössuð, og Light Armour hjálpar lítið! Er best notaður sem fylgisveinn hershöfðingjans. Ekki gleyma Killing-Blow reglunni!
Liche Priest: Hann getur aðeins notað einn galdur í hvert sinn, og er fyrsta flokks Aumingi. En dapurlegra er, að þegar Tomb King er hershöfðinginn, þá er þessi gaur Hierophant. Sem gerir hann að mjög stóru skotmarki fyrir andstæðinginn. Ef þú kemst upp með að hafa hann í jakkavasanum þínum, þá ráðlegg ég það sterklega…..
Einn prestur í hernum getur tekið með sér Casket Of Souls, sem er dálítið skondið apparat. Munið þið eftir fyrstu Indiana Jones myndinni? Munið þið eftir Örk Sáttmálans? COS er sama dæmið. Allar sveitir sem sjá COS, verða fyrir barðinu á Banshee-öskri (sveitir í close combat sleppa) sem getur farið illa með heri með lágt LD. Skirmisher sveitir eru í sérstaklega vondum málum gagnvart COS! Sem betur fer, er þetta staðbundið apparat (fer ekki neitt) og þetta telst sem galdur, þannig að fólk á möguleika á að stöðva það. Stærsti gallinn við COS er sá, að prestur verður að vera tengdur því svo að það virki/duftist ekki, og að hafa prest á sama punktinum í langan tíma er alls ekki hollt. Ef þið ákveðið að drösla COS með, takið Ward Save á vesalings prestinn sem þarf að nota það!
Core sveitir: Stundum er betra að hugsa smátt en stórt….
Skeleton Warriors: Þessir gaurar er betri díll heldur en hjá Vampire Counts. Til að byrja með hafa þeir boga, en borga einungis 1 punkt fyrir hann, þegar allir aðrir borga 3! Síðan kaupa þeir Light Armour bara fyrir 1 punkt, en Vampire Counts beinagrindur punga út 2 pts fyrir Light Armour. (Hefur líklegast eitthvað við Invocation-galdurinn þeirra að gera) Þessi sveit hefur tvenn hlutverk: Bogamannasveit eða bardagasveit. Ekki reyna að láta eina sveit gera bæði.
Skeleton Light Horsemen: Fast Cavalry sveit, og bara fín í það. Litlar sveitir virka best og kosta lítið. Góðar fyrir Flank charges.
Tomb Swarms: Ég ráðlegg Tomb Swarms í hvern einasta her, þeir koma að svo miklu gagni. 2 eru alveg nóg, og eru góðir í að veiða War Machines. Tomb Swarms eru líka góðir í að veiða skrýmsli eins og Giants, út af Poisoned Attacks.
Skeleton Heavy Horsemen: Ekki láta nafnið blekkja ykkur, það er ekkert “Heavy” við þessa gutta. Þeir eru bara Infantry-sveit með 8“ í Movement. 16 manna sveitir virka fínt, en 5 manna sveitir virka líka alveg jafnfínt, sérstaklega við að ógna flanks.
Chariots: Aðalsveitin í hernum. Það á samt ekki við að hún sé óstöðvandi! Miðað við aðra hervagna, þá eru þessir ekkert harðir, og verða að notast við fjöldann til að geta eitthvað. Það er nauðsynlegt að þeir chargi óvininn til að vera einhvers virði! 3 Chariots kosta 120 pts og geta komið að margvíslegum notum!
VARÚÐ: Ef Chariot-sveit lendir í einhverjum með Strength 7, þá deyr sveitin MJÖG hratt. Af sveitum geta aðeins Kroxigors (Lizardmen) og Dragon Ogres (Chaos) náð Strength 7, en nóg er til af characters sem geta það.
Special troops:
Tomb Guard: Tomb Kings útgáfan af Grave Guards hjá VC. Þeir eru bara með Light Armour, og geta ekki keypt Halberds, en eru annars alveg eins. Toppsveit á alla vegu!
Ushabti: Önnur toppsveit, þeir hafa 3 S 6 árásir, WS 4 (sem telst himinhátt fyrir Tomb Kings) og meira að segja með Armour Save! Flestallar sveitir hjá Tomb Kings eiga í vandræðum með brynvarða riddara, nema þessir! Ef herinn er með Icon Bearer, hafðu þá þessa gutta nálægt honum til að láta þá endast sem mest.
Carrion: Flugsveit Tomb Kings er betri en Fell Bats hjá VC vegna þess að Carrion hefur Toughness 4! Carrion koma alltaf að gagni, til dæmis við að éta War Machines og blokka Marching. Og 3 stykki kosta bara 72 pts!
Tomb Scorpion: Örugglega besta sveitin í Tomb Kings hernum. Hrúga af spes reglum á góðu punktaverði gerir (að minnsta kosti) einn Tomb Scorpion nauðsyn í hverjum her. Synd að módelið er svo leiðinlegt í meðhöndlun….
Rare Troops:
Screaming Skull Catapult: Stone Thrower með stæl. Göldróttar, eldfimar árásir eru ágætar, en það sem flestir fíla við Kúpukastarann er Panic-testið sem allir þurfa að taka ef einhver meiðist. Og með Stone Thrower, er það næstum öruggt mál. Hægt er að uppfæra Kúpukastarann til að kasta kúpum andstæðingsins (Ég sé fyrir mér stóra lagerbyggingu fulla af uppröðuðum höfuðkúpum einshverstaðar í eyðimörkinni) sem getur komið sér vel, en er sóun á punktum á móti Chaos Daemons og Vampire Counts-herjum. Þegar tekið er tillit til spes reglanna, plús það að hægt er að auka afköst Kúpukastarans með göldrum, þá er maskínan í fremstu röð þegar kemur að ”besta War Machine" verðlaununum.
Bone Giant: Skrýmslið hjá Tomb Kings, dauður risi. En upprunalegt. Hefur besta Armour Save í Tomb King hernum, og þarf á því að halda, því Bone Giant er oft fyrsta skotmark ýmissa skotvopna. Ef hann chargar í combat þá getur hann gert lygilegan skaða, og er þess vegna best notaður sem ógnarvopn (enda veldur hann Terror!) frekar en drápsvopn. Ekki senda hann á móti lifandi Risum, þeir taka hann í karphúsið!
Hafið auga með nýjum reglum, sem gefa Bone Giants meiri fjölbreytni, með því að geta tekið ýmislegar græjur, eins og Great Weapon (S 8! Ouch!) og Mjög Stóran Boga (Bolt Thrower!).
Hvernig skal spila Tomb Kings: Með því að hafa allt á hreinu. Ef þú veist ekki hvað þú ert að gera, þá áttu litla von. Þetta er ekki her fyrir byrjendur! Aðeins fara í bardaga þar sem þú hefur völdin, sem þýðir að oftast þarftu að hirða Rank Bonus af andstæðingnum með sveit á flankinum á meðan stóru sveitirnar bryðja hana að framan. Litlar, hraðskreiðar sveitir eru frábærar í flanking hlutverk. Hafðu Infantry-sveitir eins stórar og þú getur, en Cavalry-sveitir eins litlar og þú telur þig komast upp með. Hugsaðu VEL OG VANDLEGA út í hvað þú ætlar að gera með galdranna þína. Þú getur alltaf skotið með bogamönnun, en þú getur aðeins læknað sveitir sem eru ennþá á borðinu. Haltu Liche Prestunum frá óvininum og ekki gefa færi á honum nema þú neyðist til þess. Ekki taka neinar áhættur með þá! Herinn á í erfiðleikum með vel brynvarða óvini, mundu eftir því. Þú vinnur orrustur á combat result, ekki drápum.
Tomb Kings herir sem eru minni en 2000 pts eiga í vandræðum, af svipuðum ástæðum og VC: Þú verður að hafa tvo characters (Einn Tomb Prince og einn Hierophant) og Chariots eru alltaf Special choice. Ég ráðlegg að hafa litla heri aðallega byggða upp á Infantry, sleppa dýru hlutunum og reyna að hafa eins fjölmennan her og hægt er.