Mér skilst að það hafi komið upp stór spurning um það hvort gladramenn í Warhammer meiga galdra þegar þeir eru í návígi (hand to hand combat). Þetta er spurning sem kemur oft upp og mig langar að svara henni nákvæmlega hér, með tilvísunum í reglurnar.

Í fyrsta lagi er ljóst að galdramenn meiga ekki kasta göldrum á sveitir sem eru í návígi nema annað sé tekið fram í lýsingunni á galdrinum (dæmi: Portent of Far). Einnig meiga skaven galdramenn kasta á sveitir í návígi þar sem þeir eru með spes reglu sem leifir það.

Sumir galdrar eru svonefnd magic missiles, og er þá miðað við aðgaldramaðurinn taki einhverja galdraorku og hendi henni í áttina að andstæðingnum. Það er skýrt tekið fram á síðu 142 að galdramenn í návígi geta ekki notað nein magic missiles.

Að öðru leiti er galdramönnum frjálst að kasta göldrum í návígi. Þó er alveg ljóst að það þarf tvennt að koma til:
1) Galdurinn má ekki hafa áhrif á t.d. sveitina sem hann er að berjast við nema galdurinn leifi slíkt.
2) Galdramaðurinn verður að hafa það sem hann ætlar að kasta á í sjónlínu (en bara þegar galdurinn krefst þess), sem er ekki hægt nema hann sé þannig staddur í combatinu að hann sjái framhjá óvininum á einhvern annan. Það gæti til dæmis gerst ef hann er yst í sveit og ekkert óvinveitt módel er beint fyrir framan hann.

Athyglisverð spurning sem stundum kemur upp er nákvæmlega hvenær er galdramaður talinn vera í návígi (close combat). Til dæmis ef hann er fremst í sveit sem er ráðist aftaná.

Reglurnar eru skýrar þegar kemur að þessu, maður þarf bara að grafa aðeins í bókinni. Character sem gengur inn í vinveitta sveit (joinar hana…) er talinn hluti af sveitinni þar til hann fer. Ef sveitin lendir í návígi telst því galdramaðurinn líka vera í návígi, með öllum þeim vandræðum sem því fylgja.

Þar af leiðir að ef galdramaður er í miðjunni á fremstu röðinni á sveit sem lendir í að það er ráðist á hliðina á henni þá má galdramaðurinn ekki kasta magic missile göldrum. Hann má hins vegar kasta öðrum göldrum, t.d. mætti hann kasta Burning Head á einhverja sveit sem hann sér framundan.

Víst ég er að fjalla um galdra á annað borð datt mér í hug að minnast aðeins á galdra sem nota ‘templates’ (sniðmát er eina þýðingin sem mér dettur í hug og hún er of vond til að nota…).

Það er stór munur á því hvernig maður notar galdra með ‘template’ og t.d. vígvélar sem nota template. Galdrar sem nota template virka bara á módel sem eru algerlega undir templatinu. Módel sem eru ekki algerlega undir sleppa algerlega. Þetta er mjög skýrt á síðu 139 í reglubókinni.

Aftur á móti eru template reglur fyrir vígvélar þeim hagstæðari. Þar eru módel sem eru alveg undir tamplatinu hitt. Þau módel sem snerta templatið eru hitt á 4+ (mundu sleppa alveg ef þetta væri galdur).

Af þessu má sjá að galdrar sem nota t.d. flame templatið eru frekar mikið glataðir.

-*-*-*-

Spurningar eða athugasemdir velkomnar…

Brjánn
Warhammernörd extraordinare :)