HERAFLI KEISARAVELDISINS
Innan Empire hersins kennir margra grasa þegar kemur að því að skoða heraflann. Fyrir nokkru síðan ákvað ég að skipta yfir úr litlu sætu orkunum mínum yfir í blúnduklæddu mennina og eftir að hafa kynt mér þá aðeins komst ég á þá skoðun að þeir séu með einn af bestu herjunum í Warhammer Fantasy. Fyrir þá sem hafa ekki heyrt af ágæti þessa hers hef ég ákveðið að skrifa stutta lýsingu á þeim herdeildum sem hann geymir og álit mitt á þeim. Hún er kannski ekki mjög ýtarleg og eftirvill gleymi ég mörgu en hér kemur það.
STATE TROOP - CORE
Halberdiers: eru menn vopnaðir atgeri eru þeir algengustu hermenn Keisaraveldisins. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af þessum köllum, þó þeir séu með St 4 eru þeir bara með WS 3 og 6+ Save. Það má samt vel nota þá á móti óvinum með hátt toughness og lélegt save enda kostar stikkið aðeins 6 pts.
Spearmen: eru ódýrir (6 pts.) og tvær raðir mega gera árás ef ráðist er á þá þannig að það eru alltaf einhverjir sem gera árás til baka sem er stærsti kosturinn við þá. Gallarnir eru hins vegar miklir því eins og flest allri menn eru þeir einungis með To 3 og St 3 (sem sagt algjörir aumingjar) þannig það er létt að salla þá niður. Ef ég ætlaði að hafa þá með mundi ég set skjöld (1 pts.) á þá og passa upp á að þeir lendi ekki í öflugra en snottlingum en þeir gætu þó ráðið við goblina á góðum degi.
Swordsmen: eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir kosta reyndar einum punkti meira en hinir fótgönguliðarnir en þeir eru líka alveg þess virði. Helstu kostir eru að þeir eru með WS 3 og 4+ save í CC. Stór sveit af swordsmen með Banner of Griffon og tvær aukasveitir (deatachments) er ekki það sem andstæðingurinn vill vaða á móti með hverju sem er. Þeir mega samt ekki hafa banner nema að maður sé með Greifa sem hershöfðingja og geri þá að “prívat her” hans.
Handgunners: eru tvímælalaust bestur skot karlarnir. Þótt þeir drífi aðeins 24” mega þeir bæta við D6 tommum við fyrsta skoðið sitt og skotið sjálft er St 4 og -2 í Sv. Þeir kosta samt heila 8 pts. og taka freka mikið pláss þannig að maður getur ekki haft eins mikið og maður vill af þeim en 30-40 ættu að vera í lagi.
MILITIA - CORE
Archers: eru frekar misheppnaðir. Þeir eru með St 3 boga og skirmish en fyrir 2 stig er hægt að uppfæra þá í Huntsmen sem drífa sex tommum lengra og eru með scout hæfileika, þannig þeir geta þvælst aðeins fyrir en þó getur maður ekki búist við of miklu frá þeim.
Crossbowmen: eru ekki alveg jafn góðir og Handgunners. Þeir eru með St 4 skot en ekki auka mínusinn í As en drífa 30” í staðinn. Þess vegna mundi ég alltaf taka Handgunners fram yfir Crossbowmen nema á móti daemon herjum.
Free Companies: eru skítugri sveitadurgar sem dreymir um frægð og frama. Þeir eru ein af mínum uppáhalds sveitum og enginn Empire her ætti að vera án þeirra. Stikkið kostar aðeins fimm stig og þeir eru með WS 3 og At 2 sem getur gert sitt gagn gegn veikbyggðari óvinum.
DETACHMENT RULES
Það er varla hæt að tala um Empire án þess að minnast á þessa reglu. Mörg unit mega hafa eitt eða tvö lítil auka unit við hliðina á sér til að ginna eða sitja fyrir óvininum. Þetta er ein af bestu reglunum í hernum en hún gerir litlu unitunum kleift að flýja án þess að valda panic í öðrum unitum, skjóta á óvin sem ræðst á mann eða hlaupa í hliðina eða aftan í óvininn og lemja aðeins á honum áður en hann fær að gera nokkuð ásamt því að taka út rank bonus ef US er meira en fimm. Ég ætla þó ekki að tala of mikið um þetta en passið ykkur á þessu.
KNIGHTLY ORDERS - CORE
Í riddaraliðiðinu eru bestu slagsmálahundarnir hjá Empire. Hægt er að velja um tvennskonar riddaralið. Annars vegar Knigtly Order (23 pts) þar sem hægt er að velja milli a.m.k. fimmtán mismunandi reglna og hins vegar White Wolf Knigt (25 pts.). Munurinn er sá að Knightly Order er með 1+ Sv og St 3 en White Wolf Knigt eru með einum minna í save og fá +1 St út af hamrinum sem þeir eru með í stað lensu og skjaldar. Til að gera riddaraliðið betra er svo hægt að gera eitt unit af hvorri tegund að Inner Circle Knights fyrir 3 punkta og þá fá þeir plús einn í St.
SPECIAL UNIT
Greatswords: eru án efa besta fótgangandi unitið. Þeir eru með Ws 4, St 5 og 4+ Sv og auk þess eru þeir stubborn sem er óneytanlega kostur þegar menn mega ekki við því að vera á hlaupum fram og til baka um vígvöllinn. Ef maður er ekki með Greifa sem hershöfðingja er tilvalið að setja Banner of Griffon á þá í staðin fyrir Swordsman en þeir mega alltaf hafa Magical Banner.
Pistoliers: eru ungir sveinar á hestbaki og er þetta eina Fast Cavalry unitið í hernum. Einir og sér eru þeir ekki til stórræðanna í CC en þeir eru góður stuðningur við aðrar sveitir til að taka óvinin aftan frá. Þeir eru úrvals skyttur og Fusililade reglan gerir þeim kleift að skjóta úr tveimur skammbyssum þegar þeir charga og það munar um minna.
Great Cannon og Mortar: eru stór partur af hernum og hafa ber í huga að maður hefur aldrei nóg af þeim. Great Cannon (100 pts.) mun áreiðanlegri og nákvæmari en Mortar (75 pts.) og springur ekki í loft upp jafn oft. Á móti álfum og skaven er mortarinn hinsvegar ákjósanlegur enda eru þeir bölvaðir ræflar líkt og mennirnir og slasast gjarnan við að fá drulluregn yfir sig.
RARE UNIT
Flagellants: eru brjálæðingar sem hafa gjörsamlega tapað sér týnt Sólheimabrosinu fyrir löngu. Þeir trúa að heimsendir sé í nánd og eru óhræddir við að fórna sér í bardaga enda finna þeir nánast eingan sársauka. Veiki bletturinn er sá að þeir hafa aðeins 2 í WS og ekkert As en þeir eru massaðir en flestir menn og eru með To 4, 2 At og St 5 þegar þeir gera árás í fyrsta sinn. Lang stærsti kosturinn er svo auðviðtað það að þeir flýja aldrei vegna brjálseminar sama hversu vonlaus baráttan er, enda trúa þeir að þeir dauðadæmdir hvort sem er.
Hellblaster Volly Gun: er stórskemmtileg hríðskota fallbyssa sem allir ættu að vera hræddi við. Hún getur gert allt að 30 St 5 hitt, -3 As, í umferð ef maður er heppin eða sprungið án þess að gera rassgat, hvað sem því líður er þetta tæki sem borgar sig eiginlega alltaf enda kostar hún bara 125 stig.
Steam Tank: er eitt ógnvænlegasta tólið á markaðnum í Warhammer spilinu. Hann er unbreakable, veldur skelfingu meðal óvinanna (terror) og hefur allt upp í 29 Wo eftir því hvernig hann er byggður. Uppáhalds útgáfan mín er Old Reliable en þá er hann útbúinn Hellblaster Volly Gun að framan og Steam Gun í skotturninum. Að vísu Hellbalster byssan með einum minna í St en venjulega útgáfan en má í staðin hreyfa og skjóta svo lengi sem nægur þrýstingur er í kötlunum.
CHARACTERS
Það er hægt að nota eitt orð yfir allar hetjur Empire hersins – sissy’s, þeir eru allir saman bölvaðar kerlingar. Þetta er veikasti hlekkurinn í hernum og því þarf maður að passa vel upp á hetjurnar sínar. Maður getur gleymt því að leggja til atlögu í Chaos Lors eða Orc Warboss, þeir yrðu ekki lengi að slátra mönnunum. Galdrakarlarnir hjá þeim eru samt sæmilegir og geta gert ansi mikinn skaða, sérstaklega ef þeir koma úr Celestial regluni og nota Lore Of The Heavens :-) Hver vill fá eldingu í rassgatið eða halastjörnu í höfuðið! Einnig eru þeir með presta sem geta verið nytsamlegir vegna þess að þeir hata marga óvini og deila hatrinu með unitinu sem þeir eru í ásamt því að vera algjör pína fyrir uppvakning og djöfla vegna bæna sem þeir geta farið með. Vegna þess hversu tæknivæddur herinn er getur hann líka tekið verkfræðinga með sér. Ef þeir eru settir hjá fallbyssu eða mortar verða skotin oft nákvæmari því þá má maður re-rolla scatter eða artillery teningnum sem getur komið sér vel ef maður er óheppinn.
Þetta er orðið gott í bili, enda trúlega fáir sem hafa minnsta gagn af. Ef það eru einhverjir Empire spilarar sem vilja deila með okkur hinum hvað tactic þeir nota væri gaman að heyra frá þeim. Ég er að reyna að ákveða mig hvað ég á að byrja á að kaupa og hvernig sé best að byggja herinn upp.
Maggi
Húsavík