Það eru margir Lizardmen spilarar hér, og eru flestir þeirra búnir að redda sér nýju bókinni. Þó er marga smágalla í reglum að finna í þessari fínu bók, og ætla ég að benda á þá, og sérstaklega, lagfæringarnar á þeim.
Útskýringar og lagfæringar eru:
Slann Mage Priests mega ekki taka þátt í Challenge nema þeir séu að snerta óvinamódel. Þar sem þeir mega vera í næst-fremstu röðinni (og samt gera sínu einu litlu árás) þá var þetta vafaatriði.
Skink hetja með Cloak of Feathers (getur flogið) og Blessed Spawning of Huanchi (getur gengið í gegnum skóg án vandræða) má EKKI fljúga í gegnum skóga! (Þetta gildir bara fyrir Southlands listann aftast í bókinni)
Slann af elstu kynslóðinni (2nd spawning) fá bónus galdratening til noktunar í hvert sinn sem þeir galdra. Þessi teningur er VIÐBÓT við þá teninga sem notaðir eru, semsagt, þú getur ekki kastað galdri með engum teningi og notað síðan bara aukateninginn!
Slann er EKKI módel sem telst vera “On foot”.
Slann getur notað Flaming Sword Of Rhuin (og líka Light-galdurinn sem gerir svipað)
Þeir sem eru glöggír á reglurnar hafa kannski tekið eftir því að Blessed Spawning of Huanchi (ganga í gegnum skóg óhindrað) kostar 20 pts fyrir characters, en stakir characters fá þennan hæfileika ókeypis venjulega. Ástæðan fyrir því að þetta er gert svona er vegna þess að til þess að Skink/Saurus character geti verið samferða sveit sem er með eitthvað Blessed Spawning (joinað unit) verður hann að hafa sama Spawning sjálfur!
Dæmi: Þú ert með tvær Saurus sveitir, og Saurus Hero á milli þeirra. Saurus sveit “A” er með Blessed Spawning of Huanchi, en Saurus sveit “B” ekki. Saurus hetjan er ekki með nein Blessed Spawnings heldur. Saurus hetjan getur ekki gengið í lið með sveit “A”, vegna þess að hann hefur ekki sama Spawning!
Ef Saurus sveit hefur tvær Sacred Spawnings, þarf characterinn að hafa BÁÐAR Spawnings til að gera verið samfó!
En ef hetjan hefur Blessed Spawning en sveitin ekki, getur hetjan orðið samfó.
Og síðan það markverðasta: Stegadon Giant Bow. Vegna þess hversu skemmtilega orðuð klausan um bogann er, fattar enginn neitt í honum. Reglurnar eru reyndar mjög einfaldar:
Giant Bow telst sem Bolt Thrower (sjá reglubók) með eftirfarandi undantekningum:
Hann er S5, ekki S6.
Hann er “Move AND Fire” (Hann fær -1 to hit ef hann hreyfir sig og skýtur)
Þú getur barað skotið boganum í sömu átt og Stegadon snýr. Giant Bow er ekki hægt að snúa til að skjóta hluti við hliðina á! (Ímyndið ykkur bara Stegadon sem MJÖG stóran Archer!)
Ef Lizardmen-spilarar hafa einhverjar spurningar varðandi reglurnar, þá skulið þið ekkert hika við að spyrja!