1. skref
Spáið í það hvort það sé þess virði eða hvort þið eigið nokkurtíman eftir að mála módelið. Mér finnst allavegana flottara að módel séu illa máluð frekar en ómáluð.
2. skref
Spurjið móður ykkar hvaða efni hún noti tila að þrífa túss af borði eða eithvað í þá áttina. Ef hún svarar saltpéturssýra skulið þið forðast móður ykkar og alls ekki nota það á módelið. Ef hún spyr þig hvort þú sért veikur eða hvort þú hafir gert eithvað af þér þá er það held ég mjög eðlilegt. En allvegana nota flestar mæður sem ég þekki LEYSIGEISLA.
3. skref
Ef þetta er stórt módel skulið þið rífa það í sundur á öllum límingum. Svo skulið þið ná í td 2 lítra kók flösku og skera af henni botnin. Svo skal þrífa botnin, setja módelið ofna í loks leysigeislan svo að módelið fari á kaf. Ef þið eruð líka mjög nísk eða mamma ykkar nísk sem er sennilega ekki því annars væruð þið ekki í warhammer, getið þið látið vökvan ná upp á hálft módelið og snúið því á hálf tímar fresti. Ég mæli ekki með því því að það þarf að liggja í leysigeislanum í svona mjög ca sólahring.
4. skref og síðasta
Hellið leysigeislanum og módelinu í vaskin, passið ykkur á að litlir hlutir fari ekki niður niðurfallið, og finnið tannbursta systkina, bróðurs eða systur bara hvort er leiðinlegra, og tannburstið málinguna af. Ekki leggjast í þunglindi eða drepa ykkur ef módelið er svoldið dekkra það er eðlilegt.
Ef þetta virkar ekki eða módelið eiðileggst meigið þið koma heim til mín og lemja mig, bý á stórhól 47 640 Húsavík.
Vona að þið verðið ánægð.
Kveðja
jón
Jón