Málun Damsel on foot og mounted. [WHFB] Jæja kæru hugarar, stóru takmarki mínu er náð! Ég pantaði af netinu Damsel on foot og mounted, 6 squiera, og paladin. Og ég var að vonum glaður eftir að ég fékk þessa sendingu, og hóf að mála.
Fyrst málaði ég Damsel on foot sem ágætlega heppnaðist.

Ég undercotaði allt svart.

Svo byrjaði ég á því að mála skrokkinn allann bláann og gekk það allt að vonum. Eina vandamálið var að daginn fyrir ætlaði ég að vera sniðugur og kaupa málningu í föndur og list búðinni á skólavörðustígnum svona litlar glerdollur sem er með öðruvísi málningu í, en ég keypti þetta drasl bara, en þessi málning er óvenju góð að flagna af. Ég þurfti því að mála margar umferðir yfir búkinn. Eftir það blandaði ég hvítannn við bláann og highlitaði (man ekki alveg hvernig þetta er ritað.)

Hárið var þar á eftir því en ég málaði það með “Scab red” en ég held að það séi liturinn sem á að vera í Eavy metal. En hárið sjálft var frekar einfalt, drybrush og læti. Ekki þurfti mikla nákvæmni í það.
Beltið var fremur snúið, ég málaði það gullitað með ópölum í. Fremur smágert og fínt belti, sem heppnaði ágætlega hjá mér. Það skemmtilegast sem mér þótti sjá á módelinu var lítill lykill sem hékk í keðju aftan á. :)
Andlitið var fremur flókið og ég er svolítið slæmur í andlitsmálun.
Ég washaði andlitið.

Stafurinn og sverðið var það síðasta mjög einfalt og létt, nema littla skrautið á sverðinu. Eftir misheppnaða tilraun til að highlita svart neðst og silfurlitað efst ákvað ég að mála allt silfurlitað.

Damsel on Warhorse.

Frekar líkt módel, málaði fötin hennar gul og rauð. Það var allt það sama að gerast með hér á módelinu. Hárið var fléttað og hún var með einhvernskonar klút yfir hausnum sínum. Hausinn á henni heppnaðist ágætlega eftir að ég málaði þennan klút rauðan og allt highlitað.
Hesturinn var ég fremur ánægður með. Hann lenti undir brúnni málningu og hvítri.

Þessi tvö módel eru helvíti skemmtileg að mála, og hvet ég alla til að taka upp pensilinn og byrja að mála.

Þökk fyrir,
Thorin.