Jæja þá er ég að fara að sfna orcs og ætla að skrifa smá fluff um herinn minn (sem ég er að byggja upp :)). Þetta er bara sagan á bakvið herinn en ekkert um módelin því að ég er bara ekki kominn með nógu marga kalla ennþá :)


Hernum mínum er stjórnað af Black Orc Big Boss sem heitir Loon, en hann var stór og sterkur, auk þes var hann landsmeistari í goblinakasti. Allir dáðu hann sem hetju og virtu hann því að hann gat barið hvern sem er og kastað goblinum yfir 200m langt.

En ekkert varir að eilífu, það veit Loon núna. Eitt sinn var hann sofandi fyrir framan kofann sinn en vaknaði við fallegann álfasöng. Hann tékkaði á málinu og þá sá hann álfakonu vera að tína blóm. Hann vissi strax að hann væri orðinn ástfanginn að konunni, en hann þorði ekki að láta sjá sig né segja orkavinum sínum frá þessu. Nú fór hann að haga sér eins og smastelpa, tínandi blóm og hlaupandi um í sólinni, hlæjandi.

Einn góðan veðurdag þar sem Loon var í miðju baði í læk, syngjandi og skvettandi vatni, sá faðir hans til hans og tilkynnti það strax til orkanna sem voru að drekka öl í orkabyggðinni. Allir orkarnir fóru og kíktu á Loon baða sig en þetta endaði allt með því að orkarnir hlupu að Loon og börðu hann til óbóta, en það var mikil niðurlæging fyrir hann því að hann hefði getað barið þá alla sundur og saman.

Nú var Loon gerður útlægur og fóru sögur að koma á kreik um að Loon væri mesti öfuguggi (hef ekkert á móti hommum en orkarnir höfðu það víst :). Loon frétti af þessum sögusögnum og varð æfareiður. Hann fór nú að búa sig undir að sanna sjálfann sig. Í 10 daga og 10 nætur kastaði hann goblinum, lyfti svínum (svona Boars) og braut tré til að verða sterkari. Síðan labbði hann inn í byggðina þar sem hann bjó áður og barði alla sem hann sá og eyðilaggði allt. Þetta gerði hann til að sanna að hann væri enn karlmanns orki.

Síðan fór hann upp á borð og fékk alla í kringum sig til að þegja. Síðan hóf hann langa ræðu um að hann væri enn orki og orkarnir ættu að berjast saman en ekki á móti hvor öðrum….. bla bla bla, svona bíómynda hetjuræðu :)

Síðan gekk hann um allann skóginn og safnaði liði og drap álfa eins og hann gat, og loks fékk hann viðurnefnið Bloodclaw. Nú hataði hann allt nema það sem var grænt og gat barist.

Loon kastaði ávallt goblinum á óvini sína í bardögum en hann varð fljótt þreyttur á því að fá aldrei að berja neinn almennilega og fann því upp á byltingarkenndri uppfinningu sem hann kallaði “doomdiver” (get ekki þýtt þetta yfir á íslensku) en núna gátu goblinarnir sjálfir skotið sér á óvinina og þá fengu orkagreyin að berja óvini að vild…. allir sáttir!

Loon hélt áfram að berjast og berst enn með mönnum sínum og frændum, saman í einni kös…..Waaaaaaaaaaaagh



Þetta var sagan af honum Loon litla, foringjanum mínum :)

(svo þegar ég er kominn með 2000 pts þá verður hann bara black orc warboss og heldur áfram að vera bestur :))


———————————————- ——————-

Kveðja, Kári