Það er mjög algengt vandamál að stór málm módel passa ekki alveg saman, eða haldast ekki saman ef þau eru bara límd með tonnataki og engu öðru. Þessi módel þarf að laga til og pinna til að þau haldist saman. Það er ekkert meira pirrandi en þegar vængurinn dettur af griffoninum sem þú varst að hafa fyrir að mála…

Tökum Empire Griffon sem dæmi, vængirnir munu aldrei haldast vel nema þeir séu pinnaðir. Hér á eftir er mín aðferð til að pinna hluti. Aðrir hafa sínar aðferðir, þetta er bara ein leið. Vonandi hjálpar hún einhverjum.

Það fyrsta sem þarf að huga að er hvort bútarnir passi alveg rétt saman. Ef ekki þarf að fá sér fína þjöl og hobbyhníf og pússa varlega bút og bút af samskeitunum þar til allt passar.

Það sem þarf svo að gera er að annað hvort fá sér ‘pin vice’ (handbor, fæst í Nexus) eða rafmagnsbor (mæli með batteríisborvél, verður þó að vera með mis-hröðum snúningi þannig að ef þú rétt kemur við gikkinn lötrar hann áfram). Og 1mm bor fyrir litlu samskeitin, n jafnvel 2-3 mm fyrir eitthvað stórt eins og O&G risann og þannig módel með stórum snertiflötum. En yfirleitt virkar 1mm fínt.

Svo er að finna rétta staðinn. Yfirleitt byrja ég á að bora í þann hlut sem er erfiðara að bora í. Í þessu tilviki vænginn. Þá er alveg nauðsinlegt að byrja á að gera smá far með al eða beittu verkfæri til að borinn geri gatið akkúrat þar sem þú villt fá það og renni ekki til í byrjun.

Svo þarf að borar með 1mm bor MJÖG varlega svona 2-4 mm inn eftir þyngd á hlutnum. Mér finnst best að gera þetta í nokkurm skrefum þegsr ég nota rafmagnsbor til að brjóta örugglega ekki helv… borinnn.

Svo skellir maður 1mm pinna í gatið, ég nota bréfaklemmur. Það þarf að troða pinnanum eins langt og hann kemst (nota töng) og klippa svo þannig að aðeins um 1mm standi út úr. Bara rétt nóg til að það sé hægt að grípa um hann með töng og dregið út.

Svo leggur maður vænginn að búknum eins og hann á að vera og eins og hann passar. Svo þrýstir maður varlega vængnum á búkinn þannig að vírstubburinn marki smá far þar sem gatið á að koma. Líka hægt að skella dropa af málingu á vírinn og merkt staðinn þannig.

Svo er bara að bora 3-4 mm í kvikindið þar sem vírinn gerði far. Bara að muna aftur að gera smá far með al til að borinn hrökkvi ekki til í byrjun.

Svo tekur maður stutta pinnann úr vængnum og skellir inn öðrum sem stendur álíka langt út úr vængnum og gatið á búknum er djúft. Svo er alveg nauðsinlegt að prófa að setja þetta saman ÁN LÍMS fyrst.

Ef allt er í fína þá tekur maður allt í sundur, skellir smá dropa á endann á vírnum og treður honumm alla leið inn í vænginn. Þegar það er þornað skellir maður smá lími á hinn endann á vírnum, og á samskeitinn þar sem vængurinn og búkurinn mætast. Ekki of mikið, það hefur ekki góð áhrif!

Svo treður maður bara vængnum á sinn stað og heldur vel við meðan þetta er að þorna.

Það er mjög líklegt að þrátt fyrir allt þetta sjáist smá rifa eða samskeitin séu of áberandi. Þá er bara að fá sér smá Green Stuff (í Nexus), hnoða það saman og skella í rifurnar. Best að nota sculpting áhaldið úr nexus og tannstöngul, og muna að hafa verkfærin blaut, en hlutina sem green stuffið á að festast við (þ.e. griffoninn) þurra.

Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum.

Brjánn