Fall Malfred: sagt af vampíru sem var hans hægri hönd.
Eftir að okkar herra hafði sigrað álfanna þá fór hann að hugsa hvort hann ætti að halda áfram að drepa álfa (Há álfa). Allar aðrar vampírur óttuðust herran minn. Hann var sú sterkasta vampíra í ættinni okkar (Von Carstein). Allir sem ættluðu sér að drepa hann féll dauður niður. En eftir að hafa drepið álfanna kallaði hann saman allar vampírur úr ætt okkar og hélt fund um að drepa Há álfanna, ég hlýddi herra mínum í einu og öllu. Fundurinn tók 3 daga og vildi herra minn að allar vampírur í ætt okkar mundu fara að berjast með honum. Margar vampírur neituðu að berjst með honum enn það voru tvær aðrar vampírur þeir Fredrik Von Carstein og Viktor Von Carstein, allar hinar voru hræddar um líf sitt hehe margar þeirra lifðu ekki daginn af en sumar sleppti hann (allar þær sem herran minn líkaði vel við). Eftir tvær vikur voru vampírurnar þrjár ásamt mér (ég er ekki talinn með ég er nú bara Thrall en ekki Lord) tilbúnar í því að fara að berjast við Há álfanna. Við rændum 500 Há álfa skipum og gerðum þær fullar af skeletons, zombies, ghouls dire wolfves, grave guards, black knights, banshees og necromancers þetta voru um 5 milljónir manna. Herran minn og hinar tvær vampírurnar gerðu sig tilbúnar og lögðu af stað, freðinni tók um tvo daga og í fyrsta skipti fékk ég að ráða yfir smá her enn það voru bara um 200 þúsund menn sem voru bara zombies en það dugar mér. Þegar við komum áttu nokkrir álfar að skoða skipið herran minn drap þá alla einn og fékk fleirri í herinn sinn (stríðið var byrjað). eftir viku var nær allir farnir eða komnir í okkar lið (með öðrum orðum dauðir). Viku seinna fréttist það að Viktor hafði verið drepinn, hann fékk ör í sig. hálfa viku seinna fréttist að Fredrik hafði verið drepinn af konunginum hann Aenarion nú ættlaði Malfred herran minn að drepa Aenarion og hefna dauða Fredriks. einn dagur er liðinn síðan dauða Fredriks og þann dag komum við að staðnum sem Fredrik var drepinn, byrjaði herra minn að leita að líki Fredriks enn það fanst ekki enn fundum bara hring hans. Við erum búinn að vera þar í heilan dag á staðnum sem Fredrik dó og höldum áfram, við fundum á leið okkar særðann álf ég var orðinn frekar þyrstur og ættlaði mér að drekka blóðið úr honum þegar hann var að reyna að skríða í burtu þá tók ég hann og beit hann í hálsinn enn áður enn ég náði að taka dropa úr honum þá reif herra minn í mig og bannaði mér að drekka blóðið úr honum enn ég lá í roti eftir að hann hafði hent mér á klett ( Malfred er með S:7).Hann sagði álfinum að hann mætti lifa ef hann myndi segja Aenarion að hann skoraði hann á hólm (Malfred vs Aenarion). Viku seinna kom konungurinn og gekk að Malfred og sagði :já ég tek því:
byrjaði þá bardaginn og stóð hann í 5 klukkutíma þar til að Malfred hjó í hendi Aenarion og datt hann niður, þegar Aenarion var dottin þá tók hann upp skjöld sinn og hjó í átt að herra mínum og tók af honum hausinn og hér með dó Malfred og allur herinn hans dó nema ég sem stóð einn á móti 500 þúsind álfum og flúði. Ég er í útlegð fyrir að hafa hlupið í burtu og allar Carstein vampírur eru að leita af mér.
hér með líkur sögunni um dauða Malfred mér langar að fá álit ykkar svo mér langar kanski að skrifa hana á Ensku.