Ok hér er lýsing af Orka & Gobba hernum mínum.
Leiðtogar & Hetjur.
“Hinir Gráu (daz Grey'uns)”
Guzzrut Warfang. Leiðtogi Hinna Gráu. Er mjög reyndur og sterkur Ork. Er mjög fær hermaður og hefur drepið marga. Hann hefur gengið í gegnum margar styrjaldir með villisvíninu sínu Urkbun. Hann á eina exi sem heit Eadsplitta. Er sagt að hún sé gædd þeim töfrum að hún kljúfi hvaða hauskúpu sem er. Hann á líka svipu sem heitir Paingiva og ef að Orkarnir hans hlýða honum ekki er henni að mæta. Er hann mjög hrokkafullur og heldur að veröldin snúist bara um hann.
Grin Whitewolf. Er herforingi Goblinanna í Hinum Gráu. Hann er mjög fær hermaður og hefur sigrað marga bardaga. Á hann gráhvítan úlf sem að heitir Sharptooth og eru þeir bestu mátar. Grin gengur ávallt um með sverð sitt Neckchoppa. Er það víst göldrótt og var honum gefið það af einum besta Shamani sögunnar. Blaðið á sverðinu alltaf beitt og það rennur í gegnum hvað sem er eins og það sé smjör.
Hann er alltaf að sleikja sig upp við Guzzrut. Hann hatar dverga útaf lífinu.
Jurpzter daz rotten'un. Hann er eldgamall Night Goblin Shaman sem að hefur fylgt Hinum Gráu í aldaraðir. Hann er mjög fær í galdralistinni og hann kreistir vörtur og blöðrur á sjálfum sér til að nota safann í galdradrykki. Hann gengur um með galdrastaf sem að heitir Humiebooma. Hann hatar dverga og menn verulga mikið.
Ættflokkurinn. Hinir Gráu hafa búið í fjöllum Mount Krackbad í aldaraðir. Sagt er að Hinir Gráu séu með fyrstu Orka ættflokkunum. Klæðast þeir gráum búningum og eru flest dýr þeirra grá á litinn. Hefur þessi ættflokkur sérhæft sig í barrdagalistinni og galdra listinni. Hafa þeir haft nokkra öflugustu Shamanana og marga sterka hermenn.
Herinn samansstendur af Orka hermönnum, Night Goblinum, tröllum, og nokkrum Black Orcum og einhverju fáu fleiru.
Jæja þá er svona það mesta komið. Ég hvet fleiri til að senda smá svona fluff um herinn sinn.
Azi