“Eitthvað segir mér að hann verði lækkaður í tign niður í morgunmat fyrir einhvern bloodthirsterinn…”
Khorne-flakes?
Allavega, ég var að fá tilkynningu frá Húsavík um að Astragoth væri fullmálaður og reiðubúinn að tuska fólk til. Myndirnar af honum eru nóg til að færa mig nær því að mála. Segjum svona 20%….
Og hérna kemur Army-listinn minn. Það fyrsta sem ég tók eftir var að ég gleymdi einu Magic-Itemi í hernum: Gauntlet Of Bazrakk the Cruel sem hershöfðinginn var með. Þar sem hershöfðinginn gerði voðalega lítið af sér þá skiptir þetta litlu máli í sjálfu sér, en ég biðst samt afsökunar.
Fyrir þá sem ekki vita: Gauntlet of Bazrakk the Cruel kostar 20 pts of bætir +1 Strength við notandann. Á móti kemur að hvert sinn sem hann gerir árás og fær ás, þá ber hann einn af vinum sínum.
Allavega, áfram með smjörið:
Characters:
Chaos Dwarf Hero (General) @113 Pts
Great Weapon
Armour Of Gazrakh (1+ AS)
Gauntlet Of Bazrakk The Cruel
Hvað þarf að segja, þessi gutti er sígildur. Gott AS, S6 árásir og LD10 gera hann góðan all-round badass. Vandamálið er það að aðeins einu sinni hitti hann í öllum þrem árásunum….Hugmyndin var að láta hann hafa Gauntlet of Bazrakk the Cruel til að gefa honum S7, en ég var of fastur í sígildu útgáfunni af honum, og gleymdi helvítinu þarmeð. Sigurþór var sá eini sem fékk stig fyrir hann á mótinu.
Sorcerer Lord (Level 4) @325 Pts
2 Dispel Scrolls
Staff Of Sorcery (+1 to Dispel)
Þessi borgaði sig í Magic. Brjánn virtist vera sá eini sem fattaði hversu mikils virði hann er. Allir aðrir hunsuðu hann að mestu leyti, og fyrir vikið fengu þeir að kenna á því. Hann fékk ekki eitt einasta Wound í öllum bardaganum, enda með T5!
Hobgoblin Hero @83 Pts
Heavy Armour, Greataxe
Black Gem Of Gnar
Þessi gutti borgaði sig næstum því tífalt með því einu að nota Black Gem Of Gnar á móti Bubbanum hans Sigurþórs….. Á móti kemur að hann gerði næstum því ekki neitt á öllu mótinu….
Hobgoblin Hero on Giant Wolf @62 Pts
Heavy Armour, Shield, Great Weapon
Og síðan var það þessi gaur. Á móti flestum dó hann bara án þess að gera neitt. En á móti Helga fór hann að veiða Necromancers, en á móti Stefáni….hann einfaldlega vann leikinn fyrir mig, svo einfalt er það. Rekur einn Wizard á flótta, drepur annan sem felur sig inn í Handgunner sveit, eltir niður Handgunnerana, causar Panic í annarri sveit sem flýr útaf, (og hún síðan breiðir út Panicið) og étur síðan eina Great Cannon, allt þetta á meðan Stebbi er að gera sitt besta í að gera hann að nálapúða, en loksins náði Stefán að grilla hann…..en ég gleymdi skildinum, þannig að hann hefði LIFAÐ ÞETTA AF! HEYRIRÐU Í MÉR STEBBI! HAHA!
Core:
19 Warriors, Full Command @264 Pts
Heavy Armour, Shield, Greataxe
War Banner
Sveitin sem Sorcererinn faldi sig í. Stóðu sig eins og hetjur. Enginn náði þessari sveit.
19 Warriors, Full Command @239 Pts
Heavy Armour, Shield, Greataxe
Sveitin sem hershöfðinginn var í. Sigurþór var sá eini sem náði sveitinni. Algjörir harðnaglar.
12 Blunderbusses @144 Pts
Heavy Armour, Blunderbuss
Þessir guttar eru shooting/magic-magnets. Fólk veit að það á að drepa þá, en flestir eru ekki alveg að fatta hvernig er best að drepa þá. Hámarkið þeirra var þegar þeir drápu 10 beinagrindur í einu skoti! Ekki slæmt það….
12 Warriors @108 Pts
Heavy Armour, Shield
12 Warriors @108 Pts
Heavy Armour, Shield
Og hérna kemur tilraunastarfsemin mín. Hugmyndin var þessi: Get ég verið með fullt af litlum sveitum til að hlaupa í skarðið þegar þess krefur? Svarið er óljóst….
12 Hobgoblin Warriors @48 Pts
Light Armour, Shield
….og hérna er hluti af ástæðunni. Á meðan ég get keypt 12 Chaos Dwarf Warriors fyrir 108 pts, get ég keypt 12 svona gutta á helmingin lægra verði! Þeir þola minna, og eru með lélegt LD, plús það að þeir hafa Animosity. Ég þarf líklegast að gera fleiri tilraunir með þetta….
12 Hobgoblin Archers @60 Pts
Bow
Bogarnir kosta meira heldur en kallarnir! En þetta eru einu “Archers” í hernum mínum! Mér finnst dálítil skömm að því að þurfa að hækka kostnaðinn á köllunum um 150% svo að þeir geti gert eitthvað! Og merkilegt nokk, þeir drápu fullt af Bloodletters! Bloodletters=fullt af stigum! Annars voru þeir bara að deyja og skjóta á mína eigin menn….
39 Sneaky Gits, Full Command @ 225 Pts
Two hand weapons
Þessi guttar eru áhætta. Á meðan þeir geta tekið hverja einustu Light Infantry sveit (og daemons, eins og ég komst að) og murkað hana, þá þarf bara eitt gott Mortar-skot í þvöguna til að slátra þeim! En ég hef gaman af því að sjá fólk reyna að drepa þá. Kannski ef ég nota bara 20 manna sveit…..
Death Rocket @80 Pts
Death Rocket @80 Pts
Þessi yndisvopn! Öruggasti Stone-Throwerinn í spilinu, og besta áhöfnin líka! Miðið mitt er komið aftur í lag, þannig að þeir margborguðu sig.
Hobgoblin Bolt Thrower @30 Pts
Hobgoblin Bolt Thrower @30 Pts
En þessir borguðu sig betur en eldflaugarnar! Ódýrasta War-Machine í spilinu, og lítið mál að borga sig upp með þeim! Dæmi: Skaut á Chaos Knight sveit með öðrum þeirra. Drap bara einn riddara, en samt borgaði Bolt Throwerinn sig upp með einu (lélegu) skoti! Æðislega gaman að skjóta mounted Wizard á LÖNGU færi….
Lokaniðurstaða: Ég er sáttur. En ég var með allt of mikið af sveitum. Þær voru farnar að vera fyrir hvort annarri. Eitthvað sem ég verð að laga fyrir næsta mót. Að hafa einn Lvl 4 wizard í staðinn fyrir einn Lvl 2 er gífurlegur munur. Synd að hann hefur EKKERT sem mælir með sér nema T5! COME ON GW! THROW ME A FRIGGIN´ BONE HERE!