Annað mót búið, Brjánn vinnur eins og venjulega (geisp) en Stefán kemur inn sterkur í annað sætið.

Ég viðurkenni fúslega að ég “spilaði ekki drengilega” til að ná þriðja sætinu, 5 af 7 bardögum fólust í því að ég raðaði upp út í horni og beið eftir óvininum. En ég spila vondan her, þannig að mér er alveg sama hvað fólki finnst….

Ég er farinn að nálgast það hugarástand að mála módelin mín. Ég ráðlegg þó engum að bíða eftir þessu, það gæti tekið lengri tíma enn….

Í upphafi mótsins var ég algjörlega ekki að nenna þessu. 4 Chaos herir (einn bættist við seinna) þar af 3 þeirra Khorne, OG þar af 2 Bloodthirsters! Og Dreki í þriðja hernum! Gerði 5th edition innrás eða hvað?

…reyndar má segja það, því tveir spilarar, sem hafa ekki snert Warhammer síðan nýja kerfið kom út, ákváðu að mæta á mótið. Sigurþór lærði þá lexíu að Bloodthirster er of dýr fyrir hvað hann gerir. Ég held að Jóhann hafi lært það að dreki í 2000 pts her sé ekki góð hugmynd. En í 4000 pts her er dæmið allt öðruvísi. En allavega, velkomnir aftur!

Einar (Tréhaus) er að lifa sig alltof mikið inn í álfana. Það er fjandans nóg að líta út eins of álfur í daglegu lífi, það er engin þörf að fara yfirum! :Þ

Allavega rök mín um að hafa mót í framtíðinni með “No Rare slots” fékk góðan byr á þessu móti. Í fyrsta lagi voru fjórir herir sem notuðu ekki Rare Slots: Ég, Stefán, Kai og Helgi. Tveir af þessum herum eru í 3 efstu sætunum. Brjánn notar ennþá litlu trekkjudolluna sína, sem telst varla Rare slot, en samt….

Þórarinn á enn hrós skilið fyrir að spila bara 5 bardaga en ná samt 6. sætinu!

Ég er orðinn of þreyttur til að skrifa meira, en á morgun mun ég henda upp Army-listanum mínum og útskýra hugsunina á bak við hann. Ekki það að nokkur annar Chaos-Dwarf spilari græði á því…..;)