Ég hef kynnst þessu áður um lélega galdramenn, vinur minn er sammála… þeir eru of lélegir, þar að segja sumir.
Ég var á síðasta 750 p.t. mót, og átti fyrsta leik við Empire.
Hann hafði þrjá galdramenn sem kosta rúm 150pt og ég efast stórlega um að hann hafi ekki verið með neinu magic itemi, enda voru þeir með trylltan galdur og voru level 2-3 galdrakarlar.
En í mínu töffaraliði Bretonnians :Þ er ein galdrakona, Damse of the lady sem kostar litlar 60 punkta, og er level 1 galdrakona, en ef ég ætla að fá betri galdrakonu/karl, þá verður það að vera Lord,og hún kostar 160 pt. Bardaginn endaði með því að hann steikti Damsel, alla riddararna mína, bogakarla og fótgönguliða. Ég náði að drepa 60 punkta af honum og hann helminginn af hernum mínum í fyrsta turni.
Damsel er þar að auki með 3 í weaponskill, og 3 í balastic skill og líka í strength og í toughness (man ekki hvernig þetta er skrifað) og ekkert save og það er ekki einu sinni hægt að kaupa armour á hana.

Þetta dæmi hér fyrir ofan finnst mér ekki sanngjarnt, miklu meira úrval af galdramönnum í Empire, en Bretonnians og betri menn þar, eins og ég sagði þá tók hann helminginn af hernum mínum í fyrsta turni, hann var ekki með neina heppni, þetta voru mjög eðlileg köst og meira að segja svolítil óheppni hjá honum.

Vinur minn er að safna Tomb Kings, þar er Tomb prince sem er, jú ágætur, en ekkert að mínu mati góður galdramaður.
Eini góði galdramaðurinn er Lich priest, en hann er með svipaðar tölur og hjá Damsel.
Þegar ég keppi á móti honum, þá entist Lich priest ekkert hjá honum hann dó strax og er með ágæta galdra, hann ætti eitthvað að endast og það eru svo léleg save hjá honum og 2 wound.
Þetta finnst mér mikill mismunur hjá þessu stóra fyritæki, Games Workshop, og mér finnst að þeir mættu gera galdrakarlana sanngjarnari.

Endilega komið með álit, líka nöldur!!!

Thorin