Þrjár smáar orrustu-skýrslur [WhFb] Til allra sem ekki eru inn í Warhammer: Þetta er nördabissness, sem þýðir að þetta kemur engum nema warhammersöfnurum við og öllum öðrum nema okkur (warhammernördunum) mun þykja þessi grein fáránleg. Svo; ekki kommenta greinina mína nema sért warhammersafnari.




____________________________ _________________________________________




Fyri r stuttu fór ég á 750 pts. mót í Nexus. Mig vantaði rotten flesh og ættlaði að freista þess að vinna þennan lit, sem mig vantar sem fjórða highlight lit á orkana mína.
Þótt að lore of heavens hafi hálf eyðilagt þetta annars frábæra mót þá skemmti ég mér alveg vel.
Ég fór með lizardman herinn minn, og í honum var:
Kreoli: Saurus hero með galdrasverð og 2 mark (sem gáfu honum saman +1 í strenght +1 í attack og +2 í inititave (málaður ‘00, flottasta módelið í hernum, enda general!).
Tústero: lvl 2 skink shaman, með: mark of einn auka galdur og dipel scroll (málaður ’99, það þarf að lappa aðeins uppá hann).
20 saurusar með hand weapon og shield (málaðir ‘99-’02, alveg ágætir sosem).
12 skinkar (málaðir ‘99, afar illa málaðir)
Kroxigorar (málaðir ’02-??? ókláraðir, shame on me)


Bardagi eitt:
Í þessum bardaga keppti ég á móti bretonnian hernum hans Thorins. Herinn var frekar ja, ómálaður en það sem var málað var glæsilega gert (fyrir utan nokkra bogakalla en þeir voru aukaatriði).
Þessi bardagi var frekar leiðinlegur vegna þess að ég fékk comet of casandora og já, ehemm, enginn galdrakall hjá hinum og Tústero bombaði allan herinn til helvítis. Þótt að það sé gaman að vinna er samt ömurlegt að eigna andstæðinginn svona mikið.

Ég missti 2 skinka og 1 saurus.
Thorinn missti allan herinn sinn.
Maður(eða öllu fremur eðla) leiksins: Tústero, fyrir það að vera sá eini í hernum mínum sem drap einhvern, með öðrum orðum ALLAN óvina herinn.


Bardagi Tvö:
Í þessum bardaga keppti ég á móti orkahernum hans Pho3nix, en svo skemmtilega vill til að ég er byrjaður að safna orkum með Pho3nix.
Þessi her var hálfkláraður, nokkur módel í honum voru máluð af mér, flest máluð á tíunda áratug síðustu aldar.

Her Pho3nix þrammaði áfram eins og góðra orka er siður en ég ákvað að bíða. Þegar herinn var kominn í færi skaut ég niður helminginn af úlfareiðmönnum hans niður og þeir flúðu með skottið á milli lappana útaf borðinu og sáust ei meir í þessum bardaga.
Þegar orkaherinn var kominn frekar nálægt þá gerðu kroxigorarnir og saurusarnir áhlaup á tattúveruðu orkana og skemmtu sér vel við að brytja þá niður. Kreoli ákvað að hafa soldið gaman af þessum bardaga og réðst á hjörð af náttdríslum einn síns liðs og þótt að dríslarnir væru mikið fleiri þá fékk ekkert stoppað Kreola og dríslarnir flúðu undan honum. Eftir að hafa elt alla dríslana uppi og drepið þá alla þá stóð hann fyrir framan náttdrísla kuklara (shaman) sem tuggði sveppi, glottandi. Kuklarinn byrjaði að galdra, Kreoli bjó sig undir það versta en þá sprakk allt í einu hausinn á kuklaranum í tætlur.

Eftir þennan bardaga var ekki einn orki eftir á borðinu. Ég breytti þessum bardaga aðeins, Pho3nix var ekki með Náttálfa Shaman sem sprakk, heldur Svage ork shaman sem ég hakkaði með Saurus heronum, ég ákvað að gera þessa orrustu skírslu aðeins skemmtilegri með þessu með night goblininn :)
Hann drap 4 saurusa og 1 kroxigor og svo 2 skinka.
Módel (æi það eru svona 2% líkur á því að maður keppi á móti empire eða bretonnians, vegna þeirr milljón kynþátta í warhammerheiminum þá kalla ég þetta bara módel leiksins) leiksins: Saurisinn lengst til vinstri í regimentinu mínu, hann drap 3 savage orka og drap þar af leiðandi tvöfaldan punktakostnað sinn.

Bardagi þrjú:
Í þessum bardaga keppti ég á móti high elf her einhvers náunga með krullað hár. Herinn var 50% málaður, frekar illa (samt svipað vel og flest mín módel voru, þannig að hvað er ég að röfla).
Í byrjun bardagans fékk ég að kynnast Comet of casandora, sem drap hálfan herinn minn. Enginn flúði.
Herinn minn marseraði gegn óvinahernum. Því næst kom annar loftsteinn á flegiferð en rétt áður en hann lenti á jörðinni splundraði Tústero honum með eldingu og enginn meiddist.
Álfabogamennirnir voru í essinu sínu þennan bardag og skutu síðustu skinkana og Tústero flúði á bak við saurusaregimentið sem var að reyna að verjast áhlaupi há-álfa riddarana. Síðasti kroxigorinn gerði heiðarlega tilraun til að myrða bogamennina en fékk ör í hausinn í miðju áhlaupinu og dó.
Kreoli (saurus heroinn) sá að bardaginn við riddarana var vonlaus, flestir af mönnum hans höfðu særst þegar fyrsti loftsteinninn lenti á þeim og þeir voru að tapa þessum bardaga. Hann sá aðeins einn þann kost að skora hershöfðingja háálfana á hólm. Álfurinn tók hólmgönguboðinu og hann steig af hestinum sínum, lét lensuna falla á jörðina og dróg sverðið úr slíðrum.
Álfurinn var sneggri en Kreoli og náði að særa hann illa, Kreoli hjó til baka en álfurinn náði að beyga sig frá högginu. Kreoli hjó djúpt skarð í jörðina en sparkaði strax aftur í maganum á álfinum sem datt samstundis á bossann. Á meðan álfurin var að standa upp þá dróg Kreoli sverðið úr jörðinni og ættlaði að höggva álfinn en, hann fann hvernig sverð álfsins stakst í gegnum hálsinn á honum, hann gat ekki andað. Hann fór á hnén og fann í leiðinni hvernig sverðið rann úr háls hans. Því næst var honum sparka í leðjuna af einvherjum hesti. Hann var dauður.
Þegar Tústero sá að Kreoli hafði tapað einvíginu þá flutti hann sál sína samstundis í Tlixtapotl, eðlu se mvar alltaf á öxlinni hans, og skreið í burtu, þegar hann var búinn að skríða í smá stund fann hann jörðina hristast. Þagar hann leit til baka sá hann að annar loftsteinn hafði klárað bardagan.
Há-álfarnir fögnuðu sigri.

Í þessum bardag fann ég sjálfur fyrir því hvernig er að vera á móti gaur með lore of heavens. Það er fúlt, hundfúlt. Þar að auki sá ég að ég mundi ekki vinna málninguna, heldur gaurinn með krullaða hárið.
Ég missti allan herinn minn.
Gaurinn með krullaða hárið missti 5 knighta og svo náði ég að wounda generalinn hans. Hann vann……..
Módel leiksins: Galdrakall gaursins, því hann sprengdi hálfan herinn minn í bita!

Ég veit að þessi grein mun hljóma mjög asnalega svona á íslensku (og á köflum fornaldaríslensku) en mér finnst bara svo asnalegt að vera að senda inn battle report og svoleiðis á ensku! Við erum íslensk og til hvers að vera að vera að hafa fyrir því að flytja greinarnar yfir á ensku, þótt það geri þær aðeins minna asnalegar. Fleiri geta allaveg lesið greinina mína :D Þið getið líka prófað að þýða enska battle reportið á íslensku og þá verða þessar tvær greinar alveg jafn asnalegar.



Kv.
Kreoli