Ég var núna seinnipartinn í dag að pæla í því að það væri ekki til neitt movement tray fyrir Bretonnians, og ákvað að búa mér til þannig movement tray.
Ég tek það fram að þetta var hugmynd sem ég þróaði sjálfur og framkvæmdi og þetta var djöfull flott á endanum og ég sé ekki eftir að hafa gert þetta, og þú getur með þessum hætti gert movement trayið eins stór og þú vilt, og í hvernig stíl sem er.
Ég gerði þetta í lance formation stíl, þannig að ég var soldin tíma að gera þetta heldur en að gera þetta ferkanntað.
En það sem þú þarft er: Tómur kornflekspakki, tvöfalt grettistak, eða lím sem er mjög fljótt að þorna, goblin green, eða hvaða lit sem þú vilt að movement trayið lítur út, og skæri og kennaratyggjó.
Það sem þú gerir er að byrja að stilla herinn þinn upp á kornflekspakkanu, eða þú klippir eina hlið af honum og strikar eftir hvernig þú vilt að stílinn verði á þessu, EN þú verður að hafa hálfan sentimetra lengra í burtu á öllum hliðum.
Þegar þú ert búinn að því þá mæliru lengdina á annari hliðinni, og klippir út 0.4cm langa ræmu jafnlanga hliðinni og límir hana ská á pappírinn.
Þegar það er búið þá tekuru kennaratyggjó og treður því undir og tekur aðra jafnstóra ræmu og setur lím á kennaratyggjóið og tekur ræmuna og klessir henni á þráðbeint upp, eins og er á venjuklegum movement tray.
Þetta geriru það sem eftir er að hliðunum og málar þetta allt og stillir köllunum á þetta.
Ég mæli líka mjög með því að þið setjið annan platta undir hinn til að styrkja plattann, og þið varnish-ið þetta.
Ef þið hafið spurningar, postið því hér fyrir neðan.
Dange
Thorin.