Legend of the Five Rings er Collectable Card Game (CCG), eða safnanlegur spilastokka leikur :). Það þýðir að maður eigi að safna spilum, setja saman spilastokk og spila eftir sérstökum reglum. Frægustu CCG eru Pókémon og Magic.
Þetta spil gerist í heimi sem heitir Rokugan en það er eiginlega svona fantasy-útgáfa af Japan á Shoguna-tímabilinu (500 - 1800). Í Legend of the Five Rings er búið að bæta við galdraköllum, myrkraverum og fleira svona fantasy dóti.
Í Rokugan ríkti eitt sinn keisari sem stjórnaði ríkinu vel og varði það frá myrkaöflunum en svo var keisarinn drepinn af myrkraöflunum, þá varð ríkið stjórnlaust. Hann átti fjögur börn sem keppast um að verða keisari og berjast innbirðis. Ríkið hefur alltaf skipts á milli margra ættflokka(clans) en átta af þeim eru langstærst, hver ættflokkur hefur sitt tákn og nefnir sig eftir því dýri, þar að auki er oft talað um einhvern ættbálk sem dýrið, þ.e. að segja The Crab (Krabbinn) í staðinn fyrir The Crab Clan (Krabba- ættbálkurinn). Ættflokkarnir átta heita:
Crab (Krabbinn) - Heiður skiptir þá litlu máli, þeir eru búnir að verja Rokugan undan myrkraöflunum lengi og eiga einn stærsta herinn. Þeir eru með næst bestu galdrakalla í leiknum. Það er erfiðast að verða góður með crab.
Crane (Hegrinn) - Þeir eru varðveitendur lista og fullkomnunar. Þeir setja heiður ofar öllu og ef að maður er niðurlægður þykir þeim sjálfsagt að hann fremji sjálfsmorð(Harakiri/Seppuku). Þeir eru miklir diplómatar og forðast stríð, því þeir eru ekki mjög sterkir hernaðarlega séð. Þeir eru eiginlega andstæða Krabbans og hafa þessir tveir ættflokkar lengi eldað grátt silfur saman.
Dragon (Drekinn) - Þeir hafa búið í fjöllum alla sína ævi, stór hluti af þessum ættflokk eru stríðsmunkar. Fátt er vitað um þennan ættflokk og er hann ávallt sveipaður einhverri dulúð.
Lion (Ljónið) - Eitt sinn var þessi ættflokkur í miklu samstarfi við myrkraöflin en eftir að þau voru sigruð þá urðu þeir mjög heiðarlegir og skiptir nú heiður miklu máli fyrir þá. Þeir eru miklir taktíkusar og hafa einn besta her í Rokugan.
Phoenix (Eldfuglinn) - Þessi ættbálkur hefur bestu galdrakallana og er mesti galdraættbálkurinn. Þetta er einn stærsti og öflugasti ættbálkurinn ef ekki sá öflugasti. Eitt sinn var hann og Ljónið miklir vinir en núna hata þeir hvorn annan og Eldfuglinn hefur leitast við að verða bandamaður Hegrans. Einnig hata Eldfuglinn og Drekinn hvorn annan.
Mantis (Bænabeiðan) - Stofnandi þessa ættbálkar á að hafa svikið keisarann og þess vegna hafa hinir ættbálkarnir óbeit á þessum. En þessi ættbálkur leggur áherslu á siglingar og flestir af þessum ættbálki eru góðir bogamenn.
Scorpion (Sporðdrekinn) - Þessi ættbálkur er þekktastur fyrir lygar og beita þeir oft brögðum. Þeir eru óheiðarlegast ættbálkurinn og þess vegna líta hinir ættbálkarnir niður á þá. Þrátt fyrir það er Sporðdrekinn er búinn að ná miklu pólitísku valdi og hann hefur með því gert Hegrann valdaminni.
Unicorn (Einhyrningurinn) - Einhyrningurinn er mikið hestaveldi og þessi ættbálkur hefur gefið sér það hlutverk að vernda þá sem minna mega sín í Rokugan. Þeir eru eiginlega löggan í Rokugan þótt að þeir hafi lítil sem engin tök á hinu mættbálkunum.
Eftir að keisarinn dó losnaði spenna sem hafði verið á milli ættbálkanna og þeir fóru allir í stríð. Börn keisarans reyna að fá ættbálkana til liðs við sig, þá rifnuðu sum bandalög eins og bandalag Eldfuglsins og Ljónsins eyðilagðist því að þau höfðu ákveðið að fylgja sitt hvorum afkomandanum.
Á meðan allt fór til fjandans í Rokugan ákváðu myrkraöflin að hefja skipulagða innrás í Rokugan, meðan ríkið væri veikt.
Legend of the Five Rings dregur nafn sitt af þeim trúarbrögðum sem fólkið í Rokugan stundar, en þau trúarbrögð eru einmitt byggð á japönskum trúarbrögðum.
Rokugan búar trú aþví að það séu fjögur frumefni; eldur, jörð, vindur og vatn. Við hvert þessa frumefna tengist hringur. Einnig á tómið sér hring. Meira veit ég ekki um þessi trúarbrögð, en þetta er nóg til að sjá hvernig þau tengjast nafninu.
Að spila þetta spil er frekar flókið og þetta er ekkert fyrir undir 12 ára aldri. Spilið byggist upp á því að maður er með tvo stokka, í öðrum eru spil sem maður er með í hendinni, sá stokkur kallast fate-deck (örlagastokkur). Þar eru atburðir, vopn og hermenn. Í hinum stoknum, sem nefninst dynasty-deck eru persónur, spil sem gera pening og atburðir.
Hérna er aðalheimasíða Legend of the Five Rings.
Endilega verið dugleg að kommenta þetta og koma með spurningar, en ég vill ekkert andskotans skítkast!
Kv.
Kreoli