Nei, ég rugla engu saman. Slaanesh birtist okkur sem pervískar afskræmingar af KONUM, en allir vita að það hljóta líka að vera til pervískar afskræmingar af KÖRLUM líka, ekki satt? Samt sjáum við aldrei neitt svoleiðis. Af hverju? Þær eru bannaðar. Og það eru GW í BRETLANDI sem bannar þetta.
Gott dæmi: Fyrir einhverjum árum var 40.000 Slaanesh her á móti einhvers staðar í Austur-Evrópu. Gaurinn sem bjó til herinn breytti fallbyssuhlaupinu á skriðdrekanum þannig að það leit út eins og typpi. Eftir fyrstu umferð mótsins var honum hent út fyrir “ósiðlega hegðun”. ??? Og ef þið haldið að þetta hafi verið of harkalegt, getið þið þá ímyndað ykkur sama dæmið í Kanaveldinu?
Þetta með að Norse sé hluti af Chaos er ekkert nema sögufölsun á vegum Gav Thorpe. Eins og hlutirnir voru (í gamla daga) var það mjög augljóst að Norse voru á MÓTI Chaos. En Gav Thorpe sá að á meðan svo væri, myndi fólk heimta að fá her með þeim.
Frábært dæmi um þetta er Norse-herinn hans CoMal…eh, Gunna. Gunni hefur nú gott sem gefist upp á hernum eftir að hafa lesið Chaos-bókina. Og ég sem var búinn að eyða mánuði í að endurgera herinn eftir mínu höfði….:(
Eins og hlutirnir voru í gamla daga, voru Norse líklegastir til að fá Army-bók. (Citadel Journal gaf út Army List fyrir þá í 4th Ed) Einu aðrir herirnir sem komu til greina voru “Austurlanda-herir”, semsagt Cathay, Nippon og Hobgoblin Horde. Eftir að nýja útgáfan kom út og Chaos Dwarfs verða snurfusaðir (95% líklegt) verða Hobgoblin Horde (Mongólía undir Genghis Khan) langlíklegastir sem fyrsti “nýji” herinn….