Jæja, ég var að finna leið til að byggja hús sem ég fann í einhverju eldgömlu White Dwarf blaði en stærð kofans er um 10cm á hæð, eða eðlileg stærð manns miðað við eðlilegan kofa.
Það sem þið þurfið er:
Kornflekspakka
Límband
Lím sem þornar fljótlega
Skæri
og rör (má sleppa er fyrir stromp)
Þið takið kornflekspakkann og klippið um 30 cm langt í pakkann og farið síðan 10cm langa ræmu upp og síðan 15 cm til baka og síðan fariði eitthvað á ská upp…, en þið ráðið þessu alveg bara að þetta passi, og þegar þið eruð búin að búa til einhverja svona hlið og vegg, þá verðiði að búa til annað svoleiðis eintak.
Þegar því er lokið þá límið þið hliðarnar saman, en þið verðið að vera búin að setja einhvern auka vegg á hliðarnar svo þið getið límt veggina og þakið.
Nú byrjið þið á þakinu og þið mælið allar hliðar á húsinu, og komið með platta sem passar yfir, og brjótið hann svo að hann halli á báðar hliðar og límið saman.
Síðan komiði með ræmur sem eru um 1 cm breiðar en jafnlangar og þakið og klippið hálfan sentímetra í hann og límið á þakið og gerið þetta alveg það sem eftir er af þakinu.
Eftir það er stromurinn og þið gerið bara 4 1 cm langann vegg á alla hliðar og límið saman og setjið rörið efst.
Jæja og þá er það síðasta, útlínur.
Þá er gott að klippa 1 cm langa ræmu en jafnlanga og húsið og setja það fyrir bjálka og dyr og fleira.
Þið gerið bara þetta eins og ykkur langar.
Þá er bara eftir að Undercota svart og mála.
Ef þið viljið spurja um eitthvað þá skrifið þið það þá hérna fyrir neðan.
Dange
Thorin.