Hérna ætla ég að koma með nokkrar hugmyndir um hvernig má nota þennan ódýra og fiðurlétta við í að búa til allskonar umhverfi. Mesti kosturinn er eiginlega að þetta er alvuru tré og þessvegna er svo einfalt að búa til kofaskrífli og einfaldar byggingar það því að hver hefur ekki smíðað eitthvað einfalt og skemmtilegt úr treí ÉG verð samt að segja ykkur að ekki er hægt að búa til umhverfi úr eintómum balsa svo að ég bæti inn svona hvað annað þarf. Flest af því sem ég bæti við getið þið sjálfir spurst um einhverstaðar en það er ekki málið.
Byrjum á því einfaldasta en það er fantasy grindverk. Það er svo létt að það er einfaldara en að hitta ofan í klósettið þegar við pissum (svona til að fá smá húmor inn í þetta :). Þið takið balsa stöng, ferkantaða og límið lóðsétt ofan á frauðplastbotn. höfum svona 2,5“ (tommu) bil á miðði þeirra. Þar á eftir er bara að taka tvæt eða fleiri langar og þunnar balsaspýtur (sem eiga að líkjast venjulegum spýtum í warhammerskala) og límum þær þvert á stangirnar. Þá er að klappað og klárt og þá er bara eftir að setja eitthvað skemmtilegt á botninn eins og gras og kannski steina. Líka er flott að líma litla klessu af hreindýramosa á botninn en best er samt að gera það eftir að þið eruð búnir að láta gras og þannig lagað á botninn.
Þá erum við komir með flott fantasy grindverk en síðan er líka hægt að búa til lengri svona grindverk eða jafnvel fara að hanna öðruvísi tegundir grindverka. En ég safna líka Warhammer 40k svo að ég þurfti líka að hanna 40k grindverk og fékk prýðis hugmynd. Hérna er hún.
Við notum hér sömu tegun af spýtu og í fantasy grindverkinu. Ég nota bara dúkahníf í að skera þetta en þegar þetta verður þykkara er mun betra að nota litla sög. Ég skar út búta af spýtunnni sem voru svona 2” á lengd. Svo límdi ég þessar spýtur lóðréttar upp ú frauðplastbotni. Þar næst fann ég net í BIKO sem líktist grindverki. Ég einfaldlega beið þangað til spýturnar voru þornaðar á frauðplastið og límdi bara netið á spýturnar. Best er að mála spýturnar áður en þið límið netið á, annasr máliði líklegast á netið.
Síðan má byggja litla kofa, stórar sem smár brýr, skriðdrekavarnir og margt margt fleira.
Vonandi var ég frumlegur þarna að fjalla um balsann en ég mæli mikið með honum en hann fæst í Tómstundahúsinu en þar fást líka allskyns rör og dótarí sem er tilvalið í umhverfissmíðum. Enn fremur hvet ég alla sem ekki hafa áður gert umhverfi að prófa þessa yndislegu vinnu að prófa sig áfram í þessu. Ég var oft að búa til allskyns drasl umhverfi og núna er ég hooked!
…Kári