Hér eru nokkur hint í málun LOTR


Að gera hobbitaskikkju:

Fyrst af öllu undercoatar maður þetta VEL með svörtu, ekki spara málninguna. Svo tekur maður gaurinn og málar skikkjuna alla með Dark Angels Green. Þá kemur þetta mjög dökkt út.
Og svo eftir að það þornar málar maður með Snot Green yfir allt sem maður málaði fyrr. Og Málar svo með svörtum í bylgjurnar á skikkjunni eða þar sem skugginn kemur (þið fattið þetta ábyggilega). Og að því loknu highlight-ar maður þetta allt með Scorpion Green og fer með bara pínulítið þunnt lag af Dark Angels Green í svörtu ,,bylgjurnar". Þá ætti, nema maður sé mjög skjálfhentur og lélegur málari að vera kominn hin fínasta skikkja.


Hár á Skógarálfum:

Fyrst undercoatar maður hárið með Snakebite Leather. Og þegar það þornar highlight-ar maður hárið með Bubonic Brown. Og seinast drybrush-ar maður það með Skull White. Einfalt en gott.


Höfuðið á Mönnum:

Fyrst ákveðum við hárlitinn (nema að hann sé með hjálm eða slíkt).
Ég hef ákveðið að hafa minn dökkhærðan (Chaos Black).
Þá er það andlitið. Maður getur undercoatað með Chaos Black en ég hef komist að því að það er betra að gera það með Skull White.
Fyrst málar maður andlitið allt með Dwarf Flesh. Og þegar það þornar málar maður ennið, kinnarnar, hökuna og yfirvörina (heitir það það ekki annars) með Brown Ink, eða það er allaveganna best. Og að lokum Highlight-ar maður þetta með Elf Flesh. Maður er ekkert mjög lengi að þessu.



QDOGG
GoodFella