Tré er skemmtilegt umhverfi og það er ekkert svo erfitt að búa til raunveruleg tré. Þessa “uppskrift” sá ég á terragenesis.com en uppfærði hana smá sjálfur.

Það sem við þurfum núna er:
Pípuhreinsarar, sem fást á bensínstöðvum.
Trélím
Svart sprey
brúnar málningar (kannski schorched brown og snake bite leather til þess að highlighta)
Og svo að sjálfsögðu hreindýramosa.

Hér til hliðar sjáiði hálfkárað svona tré (þetta tré er um10-14cm hátt). Hafið í huga að greinarnar sem við búum til eiga að halda hreindýramosanum uppi. Ekki bara til þess að gera tréið raunverulegt. Byrjum á því að vefja saman um 5-7 pípuhreinsara (þeim mun fleirri þeim mun breiðara tré). Ekki vefja saman of langt niður eða upp því að þið þurfið að skilja eftir smá fyrir greinar og rætur. Hafið pípuhreinsarana langa (gott er að vefja tvo saman bara á endunum) svo að tréið geti verið nógu hátt. Þegar við erum búin að vefja saman stofninn saman gerið þá greinarnar. Vefjið greinarnar eitthvað smá en ekki of mikið.hafið í huga að þetta eru bara ystu og stærstu greinarnar í trénu svo að ekki vefja of lítið heldur. Ræturnar eru gerðar eins en þá er tréið bara tilbúið fyrir næsta lið.

Til að auðvelda fyrir spreyinu þá setjum við gott lag af trélími yfir allt tréð. Látum þetta þorna en þegar það er alveg þornað þá spreyjum við þetta allt svart. Síðan er bara að mála þetta í trélitum og límum hreindýramsann upp í tréð.

Síðan er hægt að vefja bandi upp allan skrokkinn á trjánum og búa til eitthvað “freaky” look á trjánum. Kannski líka setja appelsínugulan og rauðan hreidýramosa í þau.

Til að festa trén við botna notar maður bara trélím.
————————————————–

Kveða , kofi22