Við málun Louen Leoncoeur. [WHFB] Í þessu er mjög góð leið til að fræðst vel um hvernig er best að mála.

Jæja, hér ætla ég að fara ýtarlega í það sem ég var að mála síðustu daga sem er Louen Leoncoeur og hann er special charackter sem er á hippogriff, og hann er fugl, fyrir þá sem vita ekki.
Jæja, þennan hippogriff og Louen eignaðist ég fyrst þegar ég keypti hann af Daredevil, sem er notandi hér á Hugi.is , og er bara nokkuð góður kaggl.
Jæja, en ég byrjaði á því að undercota vængina hvíta og ég þurrkaði af með tissjú því að ég nota aldrei mikið undercoat það fyllir í öll smáatriði og nota því aðeins örþunnt.
Ég byrjaði á því að mála vænginn hvítann, þar sem ég átti að mála hann þar, og síðan alla hina litina sem eiga að vera á sínum stað.
En þegar ég kom uppfyrir hvíta litinn urðu þeir aðeins dekkri og ég byrjaði að blanda litunum á milli vængja, Þar að segja setti ég smá lit í næstu fjaðraröð og málaði síðan yfir það en passaði mig á þvi að skilja eitthvað eftir.
Þegar þessi vængur er búinn byrjaði ég að taka Ink og mála í allar raufarnar á vængjunum, og það heppnaðist töluvert illa, og ég tók til það ráðs að undercota vængina svarta og drybrusha litina yfir, þá verður það allavegana í raufunum.
Það varð mjög flott útúr því!
Eftir það þá málaði ég búkinn, en ég undercotaði hann ekkert!, því að ég var hjá ömmu minni og ég var ekki með undercoat með mér, og tók til þá ráða að mála málmkall í fyrsta sinn óundercotaðann.
Ég byrjaði á hausnum og tók tunguna og gogginn og fór svo neðar og neðar, og svo þurfti maður að mála ólarnar og svo hendurnar.
Á höndunum koma einkennilegar rendur sem sveigjast upp og niður og sem erfitt var að mála. síðan þurfti maður að færa sig neðar og neðarog svo koma hárin á löppunum sem maður þarf að drybrusha og meira.
Jæja segjum ég er búinn núna og svo er að mála riderinn sem er Louen, hann er nokkuð erfiður og þarfnast mikla vandvirkni, ef hann ætli að vera flottur.
Ég byrjaði á neðri hlutanum sem er með stöngina upp eða lappirnar og málaði það allt saman og undercotaði svart á undan.
Síðan koma andlit sem er eftirlíking á ljóni sem maður drybrushaði ekki, heldur málaði bara, maður þurfti ekkert að drybrusha, enda er það svolítil áhætta í þessu tilviki, og svo málaði ég líka tunguna og tennurnar rauðar og hvítar.
Síðan kemur bara mjög eðlilegur kafli, en þegar ég kem að stönginni gerði ég tilraun til þess að mála í hringi rauða og hvíta, en það fór allt í steik, en í staðinn málaði ég hálfan hlutann hvítann og hinn rauðann og ég er bara nokkuð ánægður með það.
Svo kemur eftri parturinn. Hann málaði ég eins og er á myndinni og passaði mig mikið á kórónunni hvernig skugginn fer inná hana, og það heppnaðist líka mjög vel!
Sverðið gerði ég líka alveg eins og það á að vera og ég notaði svarta undercotið og málaði með chainmail, og dýfði bara einu sinni í dollunna en mikið og byrjaði efst og síðan þornaði hann sem meira dregur neðar og þannig nær maður að blanda þetta vel saman.
Svo er bara skykkjan eftir sem er auðveldasti parturinn í kallinum og það er enginn vandi með hann en á bakhliðinni er bjarnafeldur sem þið drybrushið yfir svart.

Ég á annan svona sem ég ætla að mála í líkingu við Griffon, og ég á væntanlega eftir að senda inn mynd af báðum gæjunum.

Danke
Flipskate.