Sælir
Mér skilst á Júlla að það sé á skipulaginu fyrir Nexus salinn á nýju ári að fimmtudagskvöldin séu frátekin fyrir warhammer fantasy (og miðvikudagskvöldin fyrir 40K).
Grunn hugmyndin hjá honum er að hafa salinn opinn og menn hittist þar og spili sér til skemmtunar. Svo er alltaf spurning hvort menn vilja gera eitthvað meira.
Ein hugmynd er að hafa einhverskonar deild, eða keppni þar sem allir spila við alla, einn bardagi á kvöldi, og svo eftir einhvern ákveðinn tíma er talið saman, sigurvegari útnefndur og þannig. Meira til gamans gert og til að spila við ný andlit heldur en til að vinna einhvern geðveikan titil…
Annað sem kemur til greina er að nota tækifærið og hafa stærri bardaga, kannski tveir gegn tveimur eða álíka…
Hvað finnst ykkur, eruð þið lausir á fimmtudagskvöldum og hafið ekkert skemmtilegra að gera en að spila warhammer???
Brjánn Jónasson