Hefur það ekki komið fyrir ykkur að þið horfið á nýjan pakka af köllum en nennið síðan aldrei að byrja að mala þessa kalla? Ok, kannski ekki en hér er aðferð sem tryggir aukinn hraða í málun. Ég og vinir mínirkalla hana “fjöldaframleiðslu”. Svona fer sú aðferð fram.
Í staðinn fyrir að mála einn kall í einu þá fylgiði eftirfarandi áætlun.
Þið veljið fyrst hvernig liti þið ætlið að hafa í kallinum. T.d ég er með orka og mála þá í brúnum og grænum litum. Ok, nóg af svona kjaftæði!! Förum í aðferðina :).
Málið fyrst allar fætur, notið t.d fyrst brúna litinn og málið hann á öllum köllunum. Síðan er kannski málm bútur á buxunum, málum málmbútanna (á öllum fótunum) silfurlitaða. Og svo koll af kolli. Semsagt aðferðin gengur út á það að mála einn sérstakan hlut á nokkrum köllum í röð.
Þetta er góð aðferð!! Ég getsannað það með því að venjulega málaði ég tvo kalla á dag með venjulegri aðferð (einn kall í einu, ekki á dag en svona gerði sumt annað) en núna með þessari aðferð málaði égfimm kallaá EINUM degi…..og satekki einusinni við borðið allann daginn.
Kveðja, Kári