Um Málningardollurnar frá Games workshop. Mánlingardollurnar frá þeim í Games workshop finnst mér ekkert vera alltof góðar, til dæmis keypti ég málningarsett í september og það er helmingurinn af því þornaður upp.
Þetta gæti líka verið útaf því að bróðir vinar míns keypti gömlu dollurnar frá Games Workshop, fyrir c.a. 7 árum og þær eru ennþá í fullu fjöri.
Ein málningardolla sem er með “blood red” er orðinn harður köggull sem ég er alltaf að reyna að bleyta með vatni, en ekkert kemur, þótt ég nudda honum við blað.
Þetta finnst mér ekki vera nógu gott og ég vona að þeir fari að laga þennann galla og komi með betri málningu og betri dollur, þótt dollurnar finnst mér kannski allt í lagi í hönnun, en já gallinn er sá að það verður of mikil uppgufun úr dollunum og málningin þornar upp.
Ég fékk smá tips hjá þeim í Nexus að setja dollurnar á hvolf, þá verður allt í lagi.
Nei.
Eftir nokkrar vikur er komnar þurrir kögglar í tappana sem ég þurfti að fjarglæga útaf því að mánlingin hefur sest í tappan og þornað.
Þetta er eitt það leiðinlegasta sem getur komið fyrir mann og þetta er ekkert betra, málningin þornaði ekkert síður upp, eða málningin sjálf í dollunni.
Oft hef ég blandað smá vatni við en það gerir ekkert betra, en það virkar í smátíma og síðan er allt þornað upp aftur.
En hvað varðar gömlu dollurnar finnst mér miklu betri málning og stærri dollur.
Einn vinur minn sagði að þegar þeir hjá Games workshop hafi fengið sér nýjar dollur, og haft þær minni í leiðinni.
Hann sagði mér að þetta væri gert mjög að líkindum útaf því að þeir hafi ekki viljað hækka málninguna of mikið og tóku því þá ákvörðun að minnka dollurnar til að hafa lítin kostnaðarmun.
Þetta tel ég líka alveg rétt og þeir hafa kannski breytt málningunni líka.
Vinur minn á líka “shining gold” gamla dollu og ég á eina slíka, bara nýja og það er svo mikill munur á milli þeirra.
Komið með svona fleiri málningargreinar og farið nú að mála herina ykkar, mér finnst svo leiðinlegt að horfa á samlita herina á 500 punkta mótum.
Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um hvort að þeir hjá Games workshop ætli að gera nýjar dollur komið þá með álit hér fyrir neðan.
Með von um góða breytingu
Flipskate.