Öll eigum við trúlega langa sögu að baki um feril okkar í
warhammer og erfið skeið hafa átt sér stað. Hérna ætla ég að
segja frá ferli mínum.

Ég byrjaði í 4. bekk í grunnskóla…. sem sagt 8 ára (á afmæli
seint á árinu.) Við strákarnir í bekknum stofnuðum
warhammer félag sem snérist mest allt um að skoða myndir í
blaði sem maður gat fengið gefins í nexus og segja til um
hvaða lið á myndunum mundi vinna. Ég var hinns vegar sá
eini sem virkilega hélt áfram að safna Warhammer. 10 ára fór
ég að safna með góðum vini mínum að nafni Roggi hér á
huga. Ultramarines var liðið sem við söfnuðum. Ég fór svo að
fá leið á þessu spili og ég tók mér smá break í kannski tvö
stykki af árum.

það var svo (eftir tvö ár) að ég var með Rogga og við vorum
eitthvað að rabba um warhammer að hann sínir mér White
Dwarf blað sem var þá að sína nýju endurgerðina af Tyranids.
Það var eins og ást við fyrstu sín. þessar pöddur spíttu
heillunar eitrinu beint inní hausin á mér og daginn eftir keypti
ég mér Gargoyles!! Víbbídú !!! En eins og margar ástir endast
sumar ekki að eilífu, líkaminn minn hafði fundið móteytur
gegn heillunar eitrinu. Eftir að ég hafði verið búinn að safna
800 punktum fór ég að fá leið á þeim.

En það var svo síðastliðið sumar að ég var úti í kóngsins
Cobenhavn að ég stíg fyrsta skref mitt inn í Games Workshop
búð að ég sá þessar nýbónuðu drápsvélar, NECRONS!!!
Vááá, þeir voru þarna, pent raðaðir upp í hillurnar á geðveikt
góðu verði. Ég keypyi mér þar Warriors og Necron lord og hóf
þar með að safna þeim.

Ég held að ég hafi fundið drauma liðið og er ég búinn að
safna sirka 1500 punkta her með þeim. mótin hafa mér
fundist skemmtilegri en áður og ég held að ég séi hamingju
samasti spilari í heimi!!

Ég vona ða þið hafið notið góðs af þessari grein minni í von
um að einhver ykkar geti lýst sínum ferli.

Alhoa
Ef sorg á hjarta þitt bítur, ef ástin er horfin á brott,