Þetta er hluti af þeirri málningu sem við notum við að mála og er nokkuð nauðsinlegt ef maður ætlar að fá út vel málaða fígúru.
Sjálfur hef ég notað þetta lítið, og ég á aðeins tvær dollur, eitt rautt ink og brúnt ink, en sú svarta er alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Ég kann bara einfaldlega ekki á þetta ink, nema svarta.
En hér ætla ég að fara smá í ink notkun.
Það sem ég byrja á er bara að mála alla fígúruna alveg, og síðan tek ég ögn af inkinu og dreifi þessu þar sem væntanlegir skuggar ættu að vera. En passið ykkur!!! þetta er góður klessulitur, einu sinni þegar ég var að opna eina ink dollu þá var eitthvað stíft í túpunni, og ég opnaði þetta á mjög fljótum tíma og allt skvettist yfir bolinn minn, en sem betur fer var þetta einhver lítill pröngur bolur sem mér var alveg sama um.
Það sem ég geri er alltaf það að ég tek einn ónýtan pensil hjá mér sem ég er búinn að líma saman hárunum með tonnataki og set inkið á fígúruna, og tek síðan minnsta pensilinn sem ég á og dreifi smá um þetta. Og ef það fer eitthvað mikið um allt, eða og mikið ink á fígúrunni, þá tek ég alltaf tissjú og þurrka það allt af, eða það sem er óþarfi.
Það er ekki gott að gera mistök með þetta, enda þarf maður að bíða töluvert lengi eftir að inkið þorni.
En ef Þetta er eitthvað “rosa” lítið þá getið þið tekið bara lillaputta og strokið þetta af, stundum getur það orðið góður skuggi ef maður gerir þetta á sérstakan hátt.
En það meira sem mér finnst líka þægilegt að nota þetta og nota alltaf er að setja inkið í raufar, til dæmis “mithril” og putta og annað slíkt, væri líka mjög hentugt í múmmíur í tomb kings.
Þetta er þær aðferðir sem ég nota með inkið.
En hér er ég með eitt ráðabrugg ef maður á ekki ink, þá fattaði ég eina aðferð til þess að meðhöndla sérstakan lit á sama hátt og ink!!!
Það sem ég geri er það að ég tek t.d. svartan lit og dreifi honum vel á pappír, og sting síðan penslinum oní vatn (verður að vera hreint, ólitað)
Síðan dreifi ég því með pensli og þurrka það af með tissjú eða pappír.
Þetta er ekki eins góð leið, en hún skilar sér.
Það er hægt að nota þetta með alla liti, en samt, já ekki eins áhrifaríkt.
Þetta er mjög góð leið til að fá út flotta fígúru, og er einfalt í notkun, en krefst nokkurar þjálfunar.
Danke
Flipskate.