Sælir

Eins og við höfum rætt hérna áður verður nýtt fyrirkomulag, og nýjar reglur á Warhammer Fantasy mótum eftir áramót.

Þið hafið fengið tækifæri til að koma með athugasemdir, og nú hefur GunniT farið í málið og samþykkt eftirfarandi reglur fyrir næsta mót. Dagsetningin verður vonandi fyrsta helgin í janúar, 4.-5. janúar. Ef það gengur ekki frá Nexus séð er stefnt á helgina þar á eftir.

Allavega, hér er nýjasta eintakið af reglunum, og svona mun þetta líklega líta út þegar þar að kemur. Svo verður reglunum hugsanlega breytt eitthvað þegar reynsla verður komin af þessu öllu saman.

-*-*-*-

Warhammer Fantasy Spilamót
Almennar reglur

Mótið fer fram helgina 4. – 5. janúar 2003. Spilað verður bæði á laugardegi og sunnudegi, og hefst spilamennska stundvíslega klukkan 11 báða dagana.

Leyfilegir herjir:
Herjir verða 2000 stig, ekki leyfilegt að fara yfir það hámark.

Nota skal aðal-listana úr þeim bókum sem út eru komnar, ekki er heimilt að nota aukalista aftast úr bókunum. Nota skal nýjasta löglega eintak af þeim listum sem ekki er komin út bók fyrir, hvort sem listinn er í Ravening Hordes, White Dwarf eða öðrum hvorum Annualnum. Einungir listar sem eru ‘official’ eru leifðir. Nefndar persónur (special characters) verða ekki leifðar.

Dogs of War sveitir eru aðeins leifðar í Dogs of War herjum. Ekki er leyfilegt að kaupa þær í öðrum herjum, jafnvel þótt það standi í listunum fyrir herinn.

Skráning:
Áður en mótið hefst eiga spilarar að skila inn einu eintaki af hernum sínum í læsilegu formi til dómara. Þeir verða að halda eftir öðru eintaki til að nota á mótinu. Listarnir verða að vera löglegir og læsilegir, ekki t.d. helstu atriði hripuð niður á klósettpappír!

Ekki gleyma að taka með ykkur allt sem þið þurfið til að spila. Reglubókina, bókina fyrir ykkar her, málband, teninga og templates í það minnsta.

Módel:
Módel sem notuð eru á mótinu eiga að vera það sem þau eru. Ekki er nauðsynlegt að nota Games Workshop módel en ef notuð eru önnur módel verða þau að líta út fyrir að vera það sem þau eiga að vera.

Ef módelin eru ekki til, eða spilarinn á þau ekki, er hægt að umbreyta öðrum módelum svo ekki fari á milli mála hvað þau eru, eða nota einfaldlega ekki sveitina. Raunvörulegir hershöfðingjar höfðu ekki alltaf það sem þeir vildu helst í sínum herjum…

Spilun:
Hver bardagi á ekki að standa lengur en dómarinn segir fyrir um. Ef bardagi er ekki búinn tíu mínutum áður en næsti bardagi á að hefjast getur dómari stöðvað leikinn og beðið menn um að telja.

Bardagar verða hefðbundnir bardagar (pitched battle) og nota reglurnar af bls 199-200 í reglubókinni hvað varðar uppröðun hers og aðrar reglur.

Spilað verður á bæði 5’x 4’ og 6’x 4’ borðum. Landsvæði verður sett upp fyrirfram á hverju borði og ekki er leyfilegt að breyta því. Athugið að landsvæði getur verið mjög mismunandi eftir borðum svo best er að taka fjölbreytta herji sem geta höndlað það.

Fyrir hvern bardaga ættu menn að ræða herjina sín á milli, og útskýra sérstakar reglur fyrir herjina, og sveitir í hernum, sé þess óskað.

Eftir hvern bardaga eiga spilarar að skiptast á listum fyrir herjina. Það er gott tækifæri til að athuga hvort herinn er ekki löglegur, og hvort rétt var talið eftir bardagann.

Eftir bardaga þarf að skrá stig sem fengust fyrir spilamennsku á þar til gert blað. Stigin eru veitt eftir því hversu stór sigurinn eða tapið var, notið töfluna á bls 198 í reglubókinni.
·Slátrun (massacre): Sigurvegari fær 20 stig, sá sem tapar 0.
·Stórsigur (solid victory): Sigurvegari fær 17 stig, sá sem tapar 3.
·Sigur (minor victory): Sigurvegari fær 13 stig, sá sem tapar 7.
·Jafntefli (draw): Báðir spilarar fá 10 stig.

Ef sú staða kemur upp að fjöldu spilara stendur á oddatölu þarf einn spilari að sitja hjá í hverri umferð. Spilarinn er valinn af handahófi, og hver spilari þarf í mesta lagi að sitja hjá einu sinni. Sá sem situr hjá fær 17 stig.

Að lokum þarf eftir hvern bardaga að fylla inn blað um hversu skemmtilegur mótspilarinn var, og skila því inn. Það getur gefið frá 0 stigum upp í 3 stig aukalega fyrir hvern bardaga.

Verðlaun:
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætinn, eftir að reiknuð hafa verið inn stig fyrir skemmtilegasta mótspilarann og málun. Einnig verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta mótspilarann og flottasta herinn.

Stig fyrir málingu:
Gefin eru allt að 10 stig fyrir málaða herji á mótinu.

Fullmálaður her fær 8 stig. Miðað er við að lágmarki 3 liti, og að plattarnir séu málaðir og með grasdufti (flock) eða álíka frágangi í það minnsta.

Þeir herjir sem ekki eru fullmálaðir, en eru samt að einhverjum hluta málaðir geta fengið stig sem hér segir.

Talið er saman hversu margar ‘deployments’ (það er hollin sem þú setur í einu á borðið áður en bardaginn byrjar) herinn hefur í bardaga. Munið að allar vígvélar (en ekki stríðsvagnar) teljast einn hópur og allar hetjur annar. Svo er tekið hlutfall af máluðum ‘deployment’ hlutum í hernum og gefin stig.

·Ef 0-9% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 0 stig
·Ef 10-49% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 2 stig
·Ef 50-99% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 4 stig
·Ef herinn er fullmálaður fær hann 6 stig.

Dæmi: Her sem er með fjórar sveitir af fótgönguliði, tvær riddaraliðssveitir, tvær fallbyssur og tvær hetjur er samtals með 8 sveitir til að setja niður (4+2+1+1). Ef hann er með eina sveit af fótgönguliði og eina riddarasveit málaða telst það 25%, og gefur 2 stig. Ef hann er með tvær fótgönguliðasveitir, eina riddarasveit og allar hetjurnar málaðar er það 50% og þar af leiðandi 4 stig.

Flottir herjir
Á einhverjum tímapunkti á meðan mótinu stendur verða allir þeir sem eru með fullmálaðan her beðnir um að stilla upp hernum sínum. Allir spilarar fá þá tíma til að skoða herjina, og fá síðan blað þar sem þeir gefa hverjum her stig fyrir það hversu flottur þeim finnst herinn vera.

Sá her sem fær flest stig fær þrjú auka málingarstig, sá næst-flottasti fær tvö auka stig, og sá í þriðja sæti fær 1 auka stig.

-*-*-*-

Vona að ykkur lítist vel á, og að hugverjar fjölmenni á næsta mót!

Brjánn Jónasson