Af því fólk er búið að vera að tala um einsleita herji og einsleit módel hér undanfarið ætla ég að benda á einfalda, en góða leið til að gera riddaralið flottara.

Þegar ég setti saman úlfana fyrir Gobbo Wolfrider sveitina mína, og eins núna þegar ég er að útbúa Boar Boyz sveit, datt mér í hug að það væri nú ekkert mjög orkalegt að sveitirnar væru svona fullkomlega kóreógrafaðar, allir úlfarnir beinir, snúa fram og eru á sama stað á plattanum.

Svo sá ég hvernig einn snillingurinn úti í London (Dan Tunbridge, sjáið undead empire herinn hans í VC bókinni og gobbana hans fljótlega í White Dwarf) gerði við sína goblin wolfriders. Og ákvað samstundis að kópera það!

Málið er sem sagt að það er óskaplega lítið mál að gera reiðskjótana þannig úr garði að þeir sveigist um sig miðja, horfi upp, niður eða til hliðar, eða séu jafnvel að stökkva yfir vegg eða álíka. Það á áuðvitað við um hesta og cold ones ekkert síður enn úlfa og villisvín, ég hef samt bara reynslu áf þeim skepnum.

Búkur:
Það sem þú gerir er að setja saman búkana á dýrunum (með plastlími, ekki super glue!), og ákveður svo hvernig þú vilt breyta hverju módeli fyrir sig. Ef þú ert veikur á geði eins og ég breytir þú næstum öllum eitthvað, en ef þú vilt halda geðheilsu hefur þú einhverja óbreytta inn á milli.

Svo er að byrja að saga! Ég nota litla járnsög til að saga búkana á þeim dýrum sem ég vil sveigja búkinn á í sundur, svona um það bil þar sem lappirnar á reiðmanninum (gobbanum?) koma. Svo sker ég á ská þannig að ég sker smá bút úr hægra, eða vinstra megin. Lími svo saman aftur, þarf ekki að vera fullkomið fitt. Þá er búkurinn skakkur.

Svo fyllir maður upp í öll göt og ójöfnur með greenstuffi. Áður en það þornar þarf svo að skulpta það til. Það er hlægilega lítið mál ef kvikindið sem þú ert að breyta er loðið. Þú bara skulptar nýjan feld í greenstuffið, lætur hann liggja líkt og feldurinn í kring. Þegar búið er að mála sér enginn neitt. Bara að muna að nota alltaf blaut verkfæri þegar þú skulptar greenstuff, annars festist það við verkfærin.

Haus:
Til að láta úlfinn, villisvínið, eða hestinn vera að sveigja hausinn er best að líma búkinn saman (og sveigja hann eins og að ofan ef vill) og láta þorna vel. Svo skerð þú rönd af búknum öðru megin þar sem hausinn á að koma, límir hausinn á (það verða stór göt, en það er allt í lagi) og hann er allt í einu farinn að líta til hliðar!

Svo massar maður bara greenstuffi í allar rifur, og skulptar feld eins og að ofan. Hér þarf að vera frekar nákvæmur þar sem þetta svæði sést mun meira en skurðarstaðurinn á búknum, þar sem reiðmaðurinn felur samskeitin. Æfingin skapar meistarann, byrja á aftari köllunum í sveitinnoi :)

Staðsetning:
Svo er um að gera að láta ekki Games Workshop segja þér hvar á plattanum módelið á að vera! Suma set ég framar, eða aftar á plattann með því að skera bút af röndunum sem falla ofan í baseinn af. Aðra er hægt að láta líta út eins og þeir séu að fara upp á hól með því að líma þá hallandi í rifurnar og skella smá green stuff undir loppur á lofti. Svo er hægt að skera rendurnar sem eiga að falla ofan í baseinn alveg af, og setja módelið þar sem manni sýnist á plattann! Bara að muna að fylla í rifurnar á basenum með hvítu sparsli (fæst í Byko/Húsasmiðjunni) eða greenstuffi.

Það þarf bara að fara varlega með þessar endurstaðsetningar vegna þess að sveitin þarf náttúrulega að passa saman þegar þú setur hana upp. Þess vegna þarf maður alltaf að hugsa um hvernig módelin við hliðina á því sem þú ert að breyta eru, og leggja módelin saman til að tryggja að þau passi áður en þú límir.

Það sama á við um óbreytta riddara sem passa venjulega alls ekki saman, svo sem Chaos Knights. Þá er hægt að hnika sumum köllunum aðeins fram, og öðrum aftur, til að þeir raðist vel upp.

Að lokum:
Ef þið prófið þetta eigið þið vonandi eftir að enda uppi með mun lkíflegra riddaralið en áður. Ég mæli samt með því að þið byrjið smátt, prófið að breyta einum hesti/úlfi/svíni og sjáið hvernig útkoman er!

Svo er bara að spyrja ef ég hef ekki útskýrt eitthvað nógu vel…

Happy converting!

Brjánn Jónasson