The Eldar “Their arrogance is only matched by their firepower”

Eldar kynstofninn er einn af elstu og öflugustu verum í Warhammer heiminum.
Fyrir meira en 10.000 árum urðu þeir fyrir gífurlegu áfalli meðan þjóðfélagið var á hátindi grósku og tækni. Þeir höfðu lagt margar plánetur undir sig og yfirráð þeirra voru talsverð í hinum mikla geimi. Pláneturnar sem þeir réðu yfir voru staðir sem fegurð og friður ríktu. Líf þeirra voru stráð með listrænu yfirbragði í sambland við tækniafrek. Þeir trúðu að þeir væru meistarar alheims og að þeim stafaði engin ógn af neinum. Venjuleg handavinna hvarf í tæknihafi þeirra og þeir höfðu æ meiri tíma fyrir sjálfan sig til að njóta þarfa sinna. Með þessum nautnum urðu til ýmis cult sem voru pervertísk og brátt var tónninn annar í þessum stolta kynstofni. Satískir morðingjar fóru um stræti einungis til að drepa sitt eigið fólk og pynta.

Með þessum umbreytingum í Eldar þjóðfélagi varð til ný vera í Warpinu. Guðinn sem seinna myndi kalla sig Slaanesh. Þessi guð varð smátt og smátt til með hverjum Eldar sem gerðist svo sekur að verða úrkynja og meðan Slaanesh dreymdi urðu margir Eldar geðveikir. Þegar Slaanesh vaknaði gaf hann frá sér sársauka öskur svo hátt að það drap mest allan Eldar kynstofninn eins og hann lagði sig fyrir utan nokkur Craftworld sem náðu að sleppa. Þar sem Slaanesh fæddist er gat í geimnum sem kallast nú “The Eye of Terror”, stærsta svæði sinnar tegundar í alheiminum og þar búa nú Chaos guðir, djöflar og Chaos Space Marines. Þetta tímabil er einfaldlega kallað “Fallið”(The Fall). Guðinn Slaanesh myndi héðan frá elta uppi alla Eldar uppi og er hann oft nefndur sem “Óvinurinn mikli”(The Great Enemy)

Áður en Slaanesh fæddist hafði Warp svæðið verið stormasamt og engin geimskip höfðu þorað að fljúga um það en eftir fæðingu Slaanesh kom ró á Warp svæðið sem gerði mannkyninu kleift að fljúga til nýlenda í geimnum og brátt varð mannkynið eitt áhrifaríkasti kynstofninn í alheiminum og komu í stað Eldar kynstofnsins.

Í sömu andrá og Slaanesh vaknaði til lífs, segja sumir Eldar að hann hafi líka drepið alla guði þeirra nema einn. Inn í hverju Craftheimi situr Avatar sem er tákn Kaela Mensha Kaine, Hand Blóðuga Guðinn(The Bloody handed God) og er sú saga að Kaela Mensha Kaine hafi farið og barist við Slaanesh en hafi tapað en í stað þess að drepast hafi hann tvístrast í marga agnir sem fóru svo á hvert Craftworld og eru þessar agnir hinir svokölluðu Avatars sem valda ótta hjá öllum sem berjast á móti honum.

Eldar eru deyjandi kynstofn, tími þeirra er senn á enda og mun mannkynið endanlega taka við af þeim þegar seinasti Eldar hetjan er dauð en þeir munu ganga út með látum.


vona að þetta hafi frætt ykkur eitthvað um sögu Eldar. Heimildir mínar fæ ég úr Eldar Codexinum og er þetta hálfgert summary á því sem stendur þar.
[------------------------------------]