Hvernig væri að starta einu 40.000 campaigni? Það væri hægt að hafa
1000 punkta heri.
Við myndum gera kort og svo myndum við fara á spjallrás og ákveða
hvert við viljum hreyfa okkur. Herir færa sig einn reit, má vera
á ská. Herir sem eru alveg í transport vehicle (þ.e. fast, allir
geta farið 12") mega fara 2 reiti.
Við myndum gera kort sem er með kannski 36 svæðum. Síðan skiptum
við einhvern veginn í lið. 2 eða 4 ættu að passa. Liðaskiptingin
myndi kannski fara eftir alignmenti (ömmm, hvernig skal þýða þetta,
þetta orð datt bara alveg úr hausnum á mér… kemur seinna) liðsins.
Svo myndum við sjá hversu margir vilja taka þátt.
Hreyfing myndi fara fram kannski einu sinni til tvisvar í viku. Það
fer bara eftir því hversu mikinn tíma fólk hefur. Þá myndi einhver
vera búinn að búa til kort (ég býð mig fram til verksins, þið
getið treyst því að ég myndi gera ágætis kort) með ákveðið mörgum
reitum. Kortið væri hægt að nálgast á netinu (helst Huga, en ég
gæti birt það á minni heimasíðu ef nauðsyn krefur). Inn á kortið
myndum við merkja hvar hver spilari væri staddur. Hver spilari hefði
ákveðið marga heri á borðinu og hefði ákveðið tákn til að tákna sína
heri. Sæiðan gætum við hisst á spjallrásinni #bordaspil.is (er það
ekki Huga rásin fyrir þetta áhugamál?) og hver spilari myndi ákveða
hvert hann myndi hreyfa sig. Það yrði gert með merkingum og þá myndi
spilari segjast ætla að hreyfa sig á t.d. B2, eða A4, eins og í skák.
Síðan myndu þeir sem lentu í sama reit ákveða tíma til að taka
bardagann og myndu svo ákveða stað (líklegast Nexus). Þeir myndu síðan
tilkynna niðurstöður bardagans á netinu.
Ef aðeinhver þarf nánari útlistun á einhverju getur hann sent
spurningu í formi greinasvars.
Það yrði ekkert mál að framkvæma þetta. Ég býðst til að ganga
frá þessu öllu saman.
Við þurfum=
*Kort sem væri hægt að nálgast á netinu (get reddað því)
*Spjallrás til að ákveða hluti.
*Að ákveða tímesetningar hreyfinga, og fjölda þeirra í hverri viku.
*Ákveða stigafjölda bardaganna.
*Töflu til að telja sigra.
*Skipta niður í lið.
*Og áhuga spilara.
í stuttu máli sagt:
Herir hreyfa sig 1 eða 2 reiti á svi til gerðu korti. Lið eiga að
reyna að ná sem mestum hluta af borðinu.
Fólk ákveður bardaga og tímasetningu þeirra á tilteknum kvöldum þar
sem allir hittast á spjallrás og hreyfa sig eftir kortinu. Spilarar
hittast svo í Nexus á hinum ákveðna tíma og spila, tilkynna síðan
niðurstöðurnar.
Ég minni á að ég tel mig hæfan til að stjórna öllu í þessu campaigni,
allavega tæknilegu hliðinni.