Ég held að það séu margir sem hafa sinn sérstakan “málarastíl” og í þessari grein ætla ég að segja hvernig ég mála.
Ég tek tæmi með Bretonnian bogakall.
Það fyrsta sem ég geri, er að ég mála andlitið á kallinum og passa mig á því að mála ekki klessulega þegar ég er að mála andlitið.
Ég mála frekar tvær umferðir. Þá kemur það miklu betur út.
Síðan mála ég kápuna með gulum og svörtum.
(Sá guli á ekki eftir að koma vel. Það myndi sleppa ef þú myndir nota “undercoat” eins og flestir vita) en ég mála eins og ég sagði fyrir ofan alltaf tvær umferðir.
Áður en ég mála kápuna, þá set ég svartar línur í krumpurnar; þá kemur smá skuggi, en munið að láta svarta litinn þorna áður en þið málið kápuna, þá verður þetta flott.Það eru engin vandræði með svarta, nema mér finnst þetta bölvaður klessulitur, þannig að passið ykkur að klína ekki í ykkur.
Þar á eftir mála ég buxurnar og bogann en það er öðruvísi á myndinni. Ég hef ekki grænan grun um hvaða litur er á boganum á myndinni en ég mála kragann líka með brúnum, ekkert mál hefur verið hjá mér með það.
Ég mála þar alltaf svart á milli í kraganum það kemur betur út og verður flottara.
Seinast koma smáatriðin.
Ekki mála beltið allt brúnt eða svart, eða hvaða lit sem er.
Það verður líka að mála járnið í beltinu, maður getur alveg tekið eftir því enda er flottast að hafa smáatriði góð.
Ekki gleyma járnið sem er á hendinni á kallinum. Það er ekki galli. Það hefur alltaf verið frá miðöldum á bogaköllum við örnvarnar svo maður meiðir sig ekki á þeim þegar maður skýtur.
Svo málaru hjálminn með “chainmail” og svo er að mála örvarna og hnappana. Og þá er kallinn búinn
Ég tek það framm að það vita margir þetta, þetta er bara fyrir þá sem vita lítið um svona.
Tank yo
Flipskate