Augljóslega ekki mikið. Þetta er svolítið kjánalegt áhugamál því það tekur til áhugasviða sem eru dekkuð í undiráhugamálunum. Mæli bara með því að reyna að koma upp almennum listaumræðum hérna, setja þetta svolítið listrænt upp, gera litina dekkri og dulúðarfyllri, senda inn nýja mynd af og til eftir Dalí eða Magritte eða Escher og endurskýra korkana til að endurspegla almennari og nettari umræðuefni, svosem “Listir” í stað óþarflega kerfisbundins “Almennt um bókmenntir og listir”. Svo geturðu prófað að senda sjálf inn greinar ef þú ert í stuðinu til þess sem innihalda þau kennimerki sem þú vilt að tengist áhugamálinu. Þú gætir jafnvel bætt inn heimabaslshorni þar sem fólk getur sent inn myndir, myndbönd og hljóðupptökur af listsmíðum sínum. Og þú mátt ekki láta eins og áhugamálið sé í andarslitrunum. Þú verður að þykjast vera standandi í stafni Titanic og syngjandi að þú sért drottning veraldarinnar - ekki segja neinum að skipið sé að sökkva!