Ég vil bara taka það fram strax í byrjun að það er ekki ætlun mín að þessi athugasemd verði birt sem grein, heldur er þetta aðeins spurning sem ég vil fá svarað (og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fá svar við henni, svo ég geri þetta bara svona:)
Af hverju er ekki einn einasti partur á þessari líka stóru síðu tileinkaður klassískri tónlist? Maður mundi halda að það væri að finna e-ð um klassíkina undir Tónlist, en svo er nú ekki - og ekki heldur undir Bókmenntir og listir, þó svo klassísk tónlist sé með augljósustu listgreinum sem til eru.