teiknað í rútunni
Ég er myndlistarnemi og líka ráðin sem andlitsmódel á námskeiði einu í skólanum. ÞEgar ég var módel eitt kvöldið, átti ég að vera afslöppuð og skoða bók, semsagt horfa aðeins niður. Ég var að skoða kennslubók í portrettteikningu, þá sá ég að maður á að láta börn hafa eitthvað fyrir stafni á meðan maður teiknaði þau, því það væru bestu myndirnar af börnum, þar sem þau eru afslöppuð að leika sér. Daginn eftir fór ég heim með rútu til Rvíkur (skólinn minn er úti á landi), þá sest ein 9 ára stelpa í sætin ská á móti mér í rútunni og ég hugsaði að þetta væri kjörið tækifæri og teiknaði hana á meðan hún skoðaði Andrésblöð. Ég passaði að hún sæi ekki hvað ég væri að gera, en hún var aldrei kyrr. Náði henni samt vel, þar sem ég er vön portrettum :) Þetta var svo gaman!